Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:00 Mótmælum var fram haldið í Íran í dag þar sem krafist er afsagna æðstu embættismanna ríkisins. Bandaríkjaforseti biðlar til íranskra stjórnvalda um að hlífa mótmælendum. Annar dagur mótmæla fer nú fram í borginni Teheran en fjölmenn mótmæli hófust í gærkvöld. Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. Flestir mótmælenda eru háskólanemar og voru mótmælin brotin upp af lögreglu í gær. Emírinn í Katar fór á fund forseta Írans í dag og segja þeir að draga verði úr spennunni á milli Írans og Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, kom þeim skilaboðum áleiðis í dag að Bandaríkin muni ekki þola frekari yfirgang frá Írönum. Þá segir hann Bandaríkin tilbúin til að verja þjóðina og segir Bandaríkjaher þann öflugasta í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, biðlar til íranskra stjórnvalda að drepa ekki mótmælendur og hvetur þá að opna netið að nýju. Í gær skrifaði hann færslur á Twitter þar sem hann hvatti stjórnvöld í Íran til að brjóta ekki upp mótmælin og leyfa fólki að mótmæla friðsamlega. Sendiherra Bretlands í Íran, Rob Macaire, var viðstaddur mótmælin í gærkvöld. Þar var hann handtekinn en látinn laus skömmu síðar. Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail var hann handtekinn grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. Á Twitter þakkar hann fyrir góðar kveðjur og segir handtökuna brot á alþjóðalögum. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag þar sem krafist er afsagna æðstu embættismanna ríkisins. Bandaríkjaforseti biðlar til íranskra stjórnvalda um að hlífa mótmælendum. Annar dagur mótmæla fer nú fram í borginni Teheran en fjölmenn mótmæli hófust í gærkvöld. Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. Flestir mótmælenda eru háskólanemar og voru mótmælin brotin upp af lögreglu í gær. Emírinn í Katar fór á fund forseta Írans í dag og segja þeir að draga verði úr spennunni á milli Írans og Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, kom þeim skilaboðum áleiðis í dag að Bandaríkin muni ekki þola frekari yfirgang frá Írönum. Þá segir hann Bandaríkin tilbúin til að verja þjóðina og segir Bandaríkjaher þann öflugasta í heiminum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, biðlar til íranskra stjórnvalda að drepa ekki mótmælendur og hvetur þá að opna netið að nýju. Í gær skrifaði hann færslur á Twitter þar sem hann hvatti stjórnvöld í Íran til að brjóta ekki upp mótmælin og leyfa fólki að mótmæla friðsamlega. Sendiherra Bretlands í Íran, Rob Macaire, var viðstaddur mótmælin í gærkvöld. Þar var hann handtekinn en látinn laus skömmu síðar. Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail var hann handtekinn grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. Á Twitter þakkar hann fyrir góðar kveðjur og segir handtökuna brot á alþjóðalögum.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52