HSÍ var með blaðamannafund í Malmö í dag þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins.
Það voru þeir Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Janus Daði Smárason. Það var eðlilega létt yfir þeim öllum eftir sigurinn í gær.
Eðlilega var mikið talað um Danaleikinn í gær en menn eru með báða fætur á jörðinni og eru farnir að hugsa um leikinn gegn Rússum í dag.
Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan.

