Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 19:54 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“ Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“
Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53