Kraftlyftingarkeppni Reykjavíkur leikanna fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar gerði Kimberly Walford frá Bandaríkjunum sér lítið fyrir og setti heimsmet í réttstöðulyftu í sínum flokki. Er þett aí annað sinn sem hún setur heimsmet á Reykjavíkurleikunum.
Walford keppir í -71 kg flokki og setti hún fyrra metið er hún kom á Reykjavíkurleikana fyrir þremur árum síðan.
Lyfti hún 244 kg í dag en það er einu kg meira en Walford lyfti árið 2017. Hún vann því til gullverðlauna á leikunum, ásamt því að setja heimsmet. Í 2. sæti var Arna Ösp Gunnarsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar og þar á eftir kom Kristín Þórhallsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Akraness.
Í karla flokki sigraði Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar en hann er margfaldur Íslandsmeistari. Í 2. sæti var Friðbjörn Bragi Hlynsson úr Kraftlyftingarfélagi Mosfellsbæjar og þar á eftir kom Ingvi Örn Friðriksson úr Kraftlyftingafélagi Akureryrar.
Sló heimsmet í annað sinn á Reykjavíkurleikum
