Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:30 Mögulega er trefillinn orsök þess að Auba vill fara til Barcelona. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira