Kári Kristján: Auðvitað er yndislegt að vera hluti af þessum hóp Smári Jökull Jónsson skrifar 22. janúar 2020 21:33 „Þetta var erfitt, mjög erfitt mest allan leikinn," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Malmö eftir leikinn gegn Svíum í kvöld. „Byrjunin var pínu afrit af síðasta leik en síðan náðum við að vinna okkur aftur inn. Svo er þetta bara helvítis bras og því fór sem fór." Kári átti ágætan leik í dag og skoraði fimm mörk úr sex skotum. „Við skulum samt ekki vera að „tjúna“ það eitthvað mikið upp. Það var bara á brattann að sækja allan leikinn. Maður er frekar tómur með einhverjar útskýringar. Þetta er sjöundi leikurinn á tólf dögum, það er ótrúlegt,“ bætti Kári við en talsverð umræða hefur verið í gegnum árin varðandi álag á leikmönnum á stórmótum. Kári kom aftur inn í landsliðið fyrir Evrópumótið eftir nokkra fjarveru. Hann kom sterkur inn og heillaði með frammistöðu og gríðarlegri útgeislun á vellinum. „Eftir því sem maður eldist þá setur maður hlutina aðeins meira í samhengi. Auðvitað er yndislegt að vera hluti af þessum hóp. Það er endurnýjun í gangi og við erum með unga, stóra pósta sem eiga eftir að verða gríðarlega góðir í framtíðinni. Það er ekkert launungarmál.“ „Framtíðin er björt, það er nokkuð ljóst,“ sagði Kári léttur að lokum. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter. 22. janúar 2020 20:59 Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. 22. janúar 2020 13:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Þetta var erfitt, mjög erfitt mest allan leikinn," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Malmö eftir leikinn gegn Svíum í kvöld. „Byrjunin var pínu afrit af síðasta leik en síðan náðum við að vinna okkur aftur inn. Svo er þetta bara helvítis bras og því fór sem fór." Kári átti ágætan leik í dag og skoraði fimm mörk úr sex skotum. „Við skulum samt ekki vera að „tjúna“ það eitthvað mikið upp. Það var bara á brattann að sækja allan leikinn. Maður er frekar tómur með einhverjar útskýringar. Þetta er sjöundi leikurinn á tólf dögum, það er ótrúlegt,“ bætti Kári við en talsverð umræða hefur verið í gegnum árin varðandi álag á leikmönnum á stórmótum. Kári kom aftur inn í landsliðið fyrir Evrópumótið eftir nokkra fjarveru. Hann kom sterkur inn og heillaði með frammistöðu og gríðarlegri útgeislun á vellinum. „Eftir því sem maður eldist þá setur maður hlutina aðeins meira í samhengi. Auðvitað er yndislegt að vera hluti af þessum hóp. Það er endurnýjun í gangi og við erum með unga, stóra pósta sem eiga eftir að verða gríðarlega góðir í framtíðinni. Það er ekkert launungarmál.“ „Framtíðin er björt, það er nokkuð ljóst,“ sagði Kári léttur að lokum.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter. 22. janúar 2020 20:59 Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. 22. janúar 2020 13:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45
Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter. 22. janúar 2020 20:59
Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. 22. janúar 2020 13:00