Nýtt sníkjudýr greinist í innfluttum hundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 11:45 Helsta smitleið leishmaníu er með sandflugum en smitið getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. vísir/getty Nýlega greindist sníkjudýrið Leishmania í fyrsta skipti í hundi hér á landi en hundurinn var fluttur til landsins árið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að helsta smitleið leishmaníu sé með sandflugum en smitið geti einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. Smitið berst hins vegar ekki með snertingu. MAST hefur gefið fyrirmæli um pörunarbann og nánari rannsóknir. „Leishmania hefur ekki greinst áður í hundi né öðrum dýrum hér á landi en hefur greinst í fólki sem smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið er frumdýr sem berst oftast milli einstaklinga, bæði dýra og manna, með sérstökum tegundum af sandflugum sem lifa ekki hér á landi. Smit getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum til hvolpa og dæmi eru um að smit geti borist við bit. Smitið berst ekki milli hunda eða í önnur dýr og fólk við snertingu. Einkenni sjúkdómsins í hundum eru breytileg, allt frá staðbundnum sýkingum í húð yfir í sýkingar í flestum innri líffærum, sem geta valdið dauða. Meðhöndlun er erfið og ólíklegt að með henni náist að ráða niðurlögum sýkingarinnar að fullu en meðhöndlunin getur hægt á sjúkdóminum og haldið niðri einkennum. Matvælastofnun barst tilkynning frá dýralækni um að leishmanssýki hafi greinst í hundi sem fluttur var til landsins frá Spáni árið 2018. Hundurinn hefur verið notaður á nokkrar tíkur við ræktun og undan honum er komið eitt got. Til að hindra smitdreifingu hefur Matvælastofnun gefið fyrirmæli um að hundurinn verði ekki paraður við fleiri tíkur. Jafnframt eru nánari rannsóknir í undirbúningi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar hafi smitast. Í samræmi við lög um dýrasjúkdóma hefur Matvælastofnun tilkynnt ráðherra um málið og lagt til að hann gefi út fyrirskipun um aðgerðir, sem miða að því að hindra útbreiðslu og að endingu uppræta sníkjudýrið á Íslandi,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Nýlega greindist sníkjudýrið Leishmania í fyrsta skipti í hundi hér á landi en hundurinn var fluttur til landsins árið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að helsta smitleið leishmaníu sé með sandflugum en smitið geti einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. Smitið berst hins vegar ekki með snertingu. MAST hefur gefið fyrirmæli um pörunarbann og nánari rannsóknir. „Leishmania hefur ekki greinst áður í hundi né öðrum dýrum hér á landi en hefur greinst í fólki sem smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið er frumdýr sem berst oftast milli einstaklinga, bæði dýra og manna, með sérstökum tegundum af sandflugum sem lifa ekki hér á landi. Smit getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum til hvolpa og dæmi eru um að smit geti borist við bit. Smitið berst ekki milli hunda eða í önnur dýr og fólk við snertingu. Einkenni sjúkdómsins í hundum eru breytileg, allt frá staðbundnum sýkingum í húð yfir í sýkingar í flestum innri líffærum, sem geta valdið dauða. Meðhöndlun er erfið og ólíklegt að með henni náist að ráða niðurlögum sýkingarinnar að fullu en meðhöndlunin getur hægt á sjúkdóminum og haldið niðri einkennum. Matvælastofnun barst tilkynning frá dýralækni um að leishmanssýki hafi greinst í hundi sem fluttur var til landsins frá Spáni árið 2018. Hundurinn hefur verið notaður á nokkrar tíkur við ræktun og undan honum er komið eitt got. Til að hindra smitdreifingu hefur Matvælastofnun gefið fyrirmæli um að hundurinn verði ekki paraður við fleiri tíkur. Jafnframt eru nánari rannsóknir í undirbúningi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar hafi smitast. Í samræmi við lög um dýrasjúkdóma hefur Matvælastofnun tilkynnt ráðherra um málið og lagt til að hann gefi út fyrirskipun um aðgerðir, sem miða að því að hindra útbreiðslu og að endingu uppræta sníkjudýrið á Íslandi,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent