Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 20:00 Norðmenn fagna í leikslok. Ófögur sjón. vísir/epa „Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. Íslenska liðið mætti nefnilega ekki til leiks og áður en þú gast sagt Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr var staðan orðin 7-0 fyrir Norðmenn. Matröð í Malmö. Þessi byrjun var liðinu svo sannarlega til skammarEnginn andi og engin orka Það var langt frá því sami andi í liðinu og fyrir síðasta leik. Líka í upphitun. Menn inn í sér og ekki til í að öskra hvorn annan áfram. Niðurstaðan er að menn komu til leiks eins og kettlingar og frábært lið Norðmanna keyrði okkar lið í kaf. Óþolandi hvað Norðmenn eru orðnir góðir í handbolta. Þetta var orkulaust, andlaust, enginn sýndi frumkvæði og vörnin hriplek. Það var ömurlegt að sjá bestu handboltamenn þjóðarinnar lamda af Norðmönnum án mótstöðu. Það var því miður eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu. Í það minnsta mættu þeir ekki tilbúnir. Guðmundur gerði hvað hann gat, hrærði upp í liðinu en munurinn var þessi sjö mörk í hálfleik, 19-12. Sander Sagosen er óþolandi góður í handbolta.vísir/epa Breiddin sannaði sig Þjálfarinn ákvað að halda tryggð við bekkinn í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson byrjuðu allir á bekknum í seinni hálfleik. Skiljanlega. Þeir voru allir að valda vonbrigðum. Með allt að vinna og engu að tapa steig varamannabekkurinn og framtíðarmenn landsliðsins upp. Þeir höfðu tröllatrú á sér, voru fullir af orku og alls óhræddir. Það var gefandi að horfa á þá spila. Þeir velgdu Norðmönnum undir uggum og hleyptu smá spennu í þetta. Seigla Sagosen í bland við mikla virðingu dómara fyrir norska liðinu (og einstaka óþolandi leikaraskap Norðmanna) gerði það aftur á móti að verkum að ekki var hægt að stíga skrefið til fulls í endurkomunni. Strákarnir gáfu þó allt í þetta.Ekkert uppgjör hjá Aroni og Sagosen Þeir sem áttu von á einhvers konar uppgjöri á milli Arons Pálmarssonar og Sander Sagosen fengu ekki fyrir peninginn. Aron var aftur kominn inn í skelina eftir að hafa verið lofandi í síðasta leik. Hann lauk keppni með eitt mark og enga stoðsendinga og sat meirihluta leiksins á bekknum. Gríðarleg vonbrigði þessi frammistaða. Sagosen sýndi aftur á móti að hann er bestur í heimi í dag. Því miður. Hann skoraði níu mörk og var með sjö stoðsendingar. Óstöðvandi vél sem virðist ekki eiga slakan leik. Ólafur Andrés Guðmundsson hefur nýtt sénsana sína vel á þessu móti og gerði það aftur í kvöld með sex mörkum og sjö stoðsendingum. Frábær. Þess utan sterkur í vörninni. Mjög jákvætt mót hjá honum. Guðmundur treysti á kjúklingana en lykilmennirnir ollu vonbrigðum í kvöld.vísir/epa Framtíðin er björt Kjúklingurinn Haukur Þrastarson spilaði í rúmar 30 mínútur í kvöld. Ekki lítið verkefni fyrir 18 ára strák að axla ábyrgð í vonlausri stöðu gegn einu besta landsliði heims. Sá sýndi enn og aftur ótrúlegan andlegan styrk og gæði. Skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og gaf tvær stoðsendingar. Í markinu var svo hinn 19 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson og var æðislegur. Var með yfir 40 prósent markvörslu og auðvitað tók hann tvö víti. Annað hefði verið stílbrot. Framtíðin er björt og þessir strákar eru tilbúnir. Viggó Kristjánsson er æðislegur varamaður og þarf aldrei neinn tíma til að hitna. Æðir bara inn á fullu gasi og skorar mörk. Sá hefur nýtt tímann frábærlega á þessu móti. Elvar Örn Jónsson fær svo lokahrós dagsins. Enn og aftur með flestar stöðvanir í vörninni og hættir aldrei. Sóknarleikurinn hefur aldrei komist í gang hjá honum en hann hefur ekki látið að það trufla sig í að spila alvöru vörn. Alvöru maður. Það er einn leikur eftir af þessu móti hjá strákunum og ég efast ekki um að þeir ætli sér út á jákvæðan hátt. Það verður allt skilið eftir á gólfinu annað kvöld. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. 21. janúar 2020 19:03 Haukur: Ekkert stress í mér Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag. 21. janúar 2020 19:07 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Topparnir í tölfræðinni á móti Noreg: Ólafur Guðmundsson kom að þrettán mörkum og Viktor varði vel Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapað með þremur mörkum á móti Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 21. janúar 2020 19:13 Ýmir: Þeir sundurspiluðu okkur Valsmaðurinn var afar ósáttur við varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi. 21. janúar 2020 18:57 Viggó: Leiðinlegt að tapa Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti. 21. janúar 2020 18:59 Elvar Örn: Hef engar skýringar Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn. 21. janúar 2020 19:01 Viktor Gísli: Treysti á sjálfan mig Markvörðurinn ungi var valinn maður leiksins gegn Noregi. 21. janúar 2020 19:20 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
„Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. Íslenska liðið mætti nefnilega ekki til leiks og áður en þú gast sagt Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr var staðan orðin 7-0 fyrir Norðmenn. Matröð í Malmö. Þessi byrjun var liðinu svo sannarlega til skammarEnginn andi og engin orka Það var langt frá því sami andi í liðinu og fyrir síðasta leik. Líka í upphitun. Menn inn í sér og ekki til í að öskra hvorn annan áfram. Niðurstaðan er að menn komu til leiks eins og kettlingar og frábært lið Norðmanna keyrði okkar lið í kaf. Óþolandi hvað Norðmenn eru orðnir góðir í handbolta. Þetta var orkulaust, andlaust, enginn sýndi frumkvæði og vörnin hriplek. Það var ömurlegt að sjá bestu handboltamenn þjóðarinnar lamda af Norðmönnum án mótstöðu. Það var því miður eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu. Í það minnsta mættu þeir ekki tilbúnir. Guðmundur gerði hvað hann gat, hrærði upp í liðinu en munurinn var þessi sjö mörk í hálfleik, 19-12. Sander Sagosen er óþolandi góður í handbolta.vísir/epa Breiddin sannaði sig Þjálfarinn ákvað að halda tryggð við bekkinn í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson byrjuðu allir á bekknum í seinni hálfleik. Skiljanlega. Þeir voru allir að valda vonbrigðum. Með allt að vinna og engu að tapa steig varamannabekkurinn og framtíðarmenn landsliðsins upp. Þeir höfðu tröllatrú á sér, voru fullir af orku og alls óhræddir. Það var gefandi að horfa á þá spila. Þeir velgdu Norðmönnum undir uggum og hleyptu smá spennu í þetta. Seigla Sagosen í bland við mikla virðingu dómara fyrir norska liðinu (og einstaka óþolandi leikaraskap Norðmanna) gerði það aftur á móti að verkum að ekki var hægt að stíga skrefið til fulls í endurkomunni. Strákarnir gáfu þó allt í þetta.Ekkert uppgjör hjá Aroni og Sagosen Þeir sem áttu von á einhvers konar uppgjöri á milli Arons Pálmarssonar og Sander Sagosen fengu ekki fyrir peninginn. Aron var aftur kominn inn í skelina eftir að hafa verið lofandi í síðasta leik. Hann lauk keppni með eitt mark og enga stoðsendinga og sat meirihluta leiksins á bekknum. Gríðarleg vonbrigði þessi frammistaða. Sagosen sýndi aftur á móti að hann er bestur í heimi í dag. Því miður. Hann skoraði níu mörk og var með sjö stoðsendingar. Óstöðvandi vél sem virðist ekki eiga slakan leik. Ólafur Andrés Guðmundsson hefur nýtt sénsana sína vel á þessu móti og gerði það aftur í kvöld með sex mörkum og sjö stoðsendingum. Frábær. Þess utan sterkur í vörninni. Mjög jákvætt mót hjá honum. Guðmundur treysti á kjúklingana en lykilmennirnir ollu vonbrigðum í kvöld.vísir/epa Framtíðin er björt Kjúklingurinn Haukur Þrastarson spilaði í rúmar 30 mínútur í kvöld. Ekki lítið verkefni fyrir 18 ára strák að axla ábyrgð í vonlausri stöðu gegn einu besta landsliði heims. Sá sýndi enn og aftur ótrúlegan andlegan styrk og gæði. Skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og gaf tvær stoðsendingar. Í markinu var svo hinn 19 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson og var æðislegur. Var með yfir 40 prósent markvörslu og auðvitað tók hann tvö víti. Annað hefði verið stílbrot. Framtíðin er björt og þessir strákar eru tilbúnir. Viggó Kristjánsson er æðislegur varamaður og þarf aldrei neinn tíma til að hitna. Æðir bara inn á fullu gasi og skorar mörk. Sá hefur nýtt tímann frábærlega á þessu móti. Elvar Örn Jónsson fær svo lokahrós dagsins. Enn og aftur með flestar stöðvanir í vörninni og hættir aldrei. Sóknarleikurinn hefur aldrei komist í gang hjá honum en hann hefur ekki látið að það trufla sig í að spila alvöru vörn. Alvöru maður. Það er einn leikur eftir af þessu móti hjá strákunum og ég efast ekki um að þeir ætli sér út á jákvæðan hátt. Það verður allt skilið eftir á gólfinu annað kvöld.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. 21. janúar 2020 19:03 Haukur: Ekkert stress í mér Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag. 21. janúar 2020 19:07 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Topparnir í tölfræðinni á móti Noreg: Ólafur Guðmundsson kom að þrettán mörkum og Viktor varði vel Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapað með þremur mörkum á móti Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 21. janúar 2020 19:13 Ýmir: Þeir sundurspiluðu okkur Valsmaðurinn var afar ósáttur við varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi. 21. janúar 2020 18:57 Viggó: Leiðinlegt að tapa Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti. 21. janúar 2020 18:59 Elvar Örn: Hef engar skýringar Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn. 21. janúar 2020 19:01 Viktor Gísli: Treysti á sjálfan mig Markvörðurinn ungi var valinn maður leiksins gegn Noregi. 21. janúar 2020 19:20 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. 21. janúar 2020 19:03
Haukur: Ekkert stress í mér Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag. 21. janúar 2020 19:07
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46
Topparnir í tölfræðinni á móti Noreg: Ólafur Guðmundsson kom að þrettán mörkum og Viktor varði vel Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapað með þremur mörkum á móti Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 21. janúar 2020 19:13
Ýmir: Þeir sundurspiluðu okkur Valsmaðurinn var afar ósáttur við varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi. 21. janúar 2020 18:57
Viggó: Leiðinlegt að tapa Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti. 21. janúar 2020 18:59
Elvar Örn: Hef engar skýringar Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn. 21. janúar 2020 19:01
Viktor Gísli: Treysti á sjálfan mig Markvörðurinn ungi var valinn maður leiksins gegn Noregi. 21. janúar 2020 19:20