Jóhann Gunnar: Eigum ekki heima þar núna en kannski á næstu árum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2020 09:00 Jóhann Gunnar Einarsson, spekingur Seinni bylgjunnar, segir að frammistaða íslenska landsliðsins í handbolta á Evrópumótinu sé ásættanlegt ef liðið vinnur annan af þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Ísland mætir Noregi í kvöld og síðasti leikurinn í milliriðlinum fer fram á morgun er Ísland mætir heimamönnum í Svíþjóð. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jóhann Gunnar fyrir leikina tvo sem eftir eru og fyrsta spurningin var einfaldlega hvort að við ættum möguleika í Noreg í kvöld. „Stutta svarið er nei. Ef maður spáir aðeins í þessu og staldrar aðeins við þá eigum við möguleika á öllum. Við sýndum það gegn Dönum að við eigum alveg raunhæfa möguleika,“ sagði Jóhann. „Noregur hefur ekki spilað sinn slæma leik á mótinu sem er mjög gott því tölfræðin segir okkur að öll ilð spili einn slæman leik. Vonandi kemur hann gegn okkur því þeir eru hátt uppi.“ „Það er allt búið að ganga upp hjá þeim. Þeir eru frábæri. Sagosen magnaður og hornamennirnir klúðra varla skoti og varnarleikurinn til fyrirmyndar. Ég sé ekki alveg hvernig við eigum að vinna þetta en við höfum sýnt kafla; Twitter-samfélagið spáir okkur sigri. Við erum bjartsýnir þó að þetta hafi verið erfitt.“ Jóhann Gunnar fór yfir EM 2020 í ítarlegu viðtali. Hann ræddi gengið til þessa. Síðast þegar rætt var við Jóhann Gunnar um byrjun landsliðsins á EM var hann í skýjunum en hann segir að hálfleikurinn gegn Ungverjum sé sá slakasti á mótinu. „Síðast þegar ég talaði um landsliðið þá vorum við hátt uppi eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina. Maður fór fram úr sér eins og þjóðin. síðan komu tveir skellir gegn Ungverjalandi og Slóveníu.“ „Þessi hálfleikur gegn Ungverjalandi sérstaklega því Slóvenar eru bara betra lið en við eins og staðan er í dag. Þá komu veikleikarnir í ljós. Við þurfum að hafa miklu meira fyrir hlutunum.“ Hann segir að varnarleikurinn taki mikla orku og að strákarnir okkar geta ekki farið þetta á styrknum einum eins og margar aðrar þjóðir. „Varnarlega þurfum við að eyða mikilli orku. Við erum ekki með styrkinn eins og hinar þjóðirnar. Þegar einn gleymir sér þá opnast þetta rosalega eins og við sáum gegn miðjumanninum hjá Slóveníu.“ „Ef við vinnum annan hvorn leikinn gegn Svíþjóð eða Noregi þá getum við gengið þokkalega sáttir frá þessu móti; hvort sem það skilar okkur umspilssæti eða ekki. Það er ómögulegt að segja til. Mjög flókin reikningsformúla.“ Ísland getur enn komist í undanúrslit en þá þarf allt þetta að ganga upp. Jóhann Gunnar efast um að Ísland eigi heima þar. „Einhversstaðar sá ég að ef við vinnum báða leikina og alls konar hitt og þetta gengur upp þá gætum við náð undanúrslitasæti. Ég held að við eigum ekki alveg heima þar núna en kannski á næstum árum.“ Jóhann Gunnar segir að Aron hafi verið mikið á milli tannanna á fólki.vísir/epa Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Danmörku og Rússum í upphafi móts en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. „Hann er búinn að vera best á milli tannanna á fólki. Fólk er með mestu væntingarnar til hans og hann var ekkert að slá þær niður með fyrsta leiknum gegn Dönum sem var líklega ein besta frammistaða sem Íslendingur hefur sýnt í landsleik.“ „Hann hefur átt erfitt uppdráttar í næstu leikjum og hvort að stórmóts skipulag henti honum illa eða hvort að liðið leggi ofur áherslu á að stoppa mann, ég veit það ekki.“ „Mörkin komu einum fleiri mikið og þá opnaðist fyrir hann en hann skoraði þessi mörk og það hjálpar honum vonandi. Við þurfum skot fyrir utan því Janus og Alexander vilja fara í kontakt og vera brjótast í gegn. Ef hann skilar tveimur góðum leikjum gengur hann stoltur frá borði.“ Jóhann Gunnar hefur verið hrifinn af Ými í mótinu.vísir/epa Að lokum var Jóhann Gunnar spurður út í það hvaða leikmaður honum hafi fundist standa sig best í íslenska liðinu á mótinu. „Ef maður setur þetta upp eins og í kennslunni. Maður setur upp væntingar þá finnst mér Ýmir hafa verið frábær. Hann er að spila hérna heima og er að díla við litla gutta og svo kemur hann á þessi mót og er ekki að missa mikið af mönnum.“ „Hann og Elvar eru í erfiðu hlutverki og þá finnst mér hann hafa staðið upp úr miðað við væntingar sem maður gerði. Alexander er orðinn fertugur og búinn að vera frábær, Janus að halda áfram eins og í Meistaradeildinni.“ „Það er af nægu að taka. Bjöggi hefur fengið sinn skerf af gagnrýni en það er lítið út á hann að setja. Hann er búinn að fá mikið af opnum skotum og er byrjaður að verja betur í hornunum. Við erum búnir að vinna þrjá og tapa tveimur svo þetta er allt í standi eins og er.“ Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni. EM 2020 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Jóhann Gunnar Einarsson, spekingur Seinni bylgjunnar, segir að frammistaða íslenska landsliðsins í handbolta á Evrópumótinu sé ásættanlegt ef liðið vinnur annan af þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Ísland mætir Noregi í kvöld og síðasti leikurinn í milliriðlinum fer fram á morgun er Ísland mætir heimamönnum í Svíþjóð. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jóhann Gunnar fyrir leikina tvo sem eftir eru og fyrsta spurningin var einfaldlega hvort að við ættum möguleika í Noreg í kvöld. „Stutta svarið er nei. Ef maður spáir aðeins í þessu og staldrar aðeins við þá eigum við möguleika á öllum. Við sýndum það gegn Dönum að við eigum alveg raunhæfa möguleika,“ sagði Jóhann. „Noregur hefur ekki spilað sinn slæma leik á mótinu sem er mjög gott því tölfræðin segir okkur að öll ilð spili einn slæman leik. Vonandi kemur hann gegn okkur því þeir eru hátt uppi.“ „Það er allt búið að ganga upp hjá þeim. Þeir eru frábæri. Sagosen magnaður og hornamennirnir klúðra varla skoti og varnarleikurinn til fyrirmyndar. Ég sé ekki alveg hvernig við eigum að vinna þetta en við höfum sýnt kafla; Twitter-samfélagið spáir okkur sigri. Við erum bjartsýnir þó að þetta hafi verið erfitt.“ Jóhann Gunnar fór yfir EM 2020 í ítarlegu viðtali. Hann ræddi gengið til þessa. Síðast þegar rætt var við Jóhann Gunnar um byrjun landsliðsins á EM var hann í skýjunum en hann segir að hálfleikurinn gegn Ungverjum sé sá slakasti á mótinu. „Síðast þegar ég talaði um landsliðið þá vorum við hátt uppi eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina. Maður fór fram úr sér eins og þjóðin. síðan komu tveir skellir gegn Ungverjalandi og Slóveníu.“ „Þessi hálfleikur gegn Ungverjalandi sérstaklega því Slóvenar eru bara betra lið en við eins og staðan er í dag. Þá komu veikleikarnir í ljós. Við þurfum að hafa miklu meira fyrir hlutunum.“ Hann segir að varnarleikurinn taki mikla orku og að strákarnir okkar geta ekki farið þetta á styrknum einum eins og margar aðrar þjóðir. „Varnarlega þurfum við að eyða mikilli orku. Við erum ekki með styrkinn eins og hinar þjóðirnar. Þegar einn gleymir sér þá opnast þetta rosalega eins og við sáum gegn miðjumanninum hjá Slóveníu.“ „Ef við vinnum annan hvorn leikinn gegn Svíþjóð eða Noregi þá getum við gengið þokkalega sáttir frá þessu móti; hvort sem það skilar okkur umspilssæti eða ekki. Það er ómögulegt að segja til. Mjög flókin reikningsformúla.“ Ísland getur enn komist í undanúrslit en þá þarf allt þetta að ganga upp. Jóhann Gunnar efast um að Ísland eigi heima þar. „Einhversstaðar sá ég að ef við vinnum báða leikina og alls konar hitt og þetta gengur upp þá gætum við náð undanúrslitasæti. Ég held að við eigum ekki alveg heima þar núna en kannski á næstum árum.“ Jóhann Gunnar segir að Aron hafi verið mikið á milli tannanna á fólki.vísir/epa Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Danmörku og Rússum í upphafi móts en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. „Hann er búinn að vera best á milli tannanna á fólki. Fólk er með mestu væntingarnar til hans og hann var ekkert að slá þær niður með fyrsta leiknum gegn Dönum sem var líklega ein besta frammistaða sem Íslendingur hefur sýnt í landsleik.“ „Hann hefur átt erfitt uppdráttar í næstu leikjum og hvort að stórmóts skipulag henti honum illa eða hvort að liðið leggi ofur áherslu á að stoppa mann, ég veit það ekki.“ „Mörkin komu einum fleiri mikið og þá opnaðist fyrir hann en hann skoraði þessi mörk og það hjálpar honum vonandi. Við þurfum skot fyrir utan því Janus og Alexander vilja fara í kontakt og vera brjótast í gegn. Ef hann skilar tveimur góðum leikjum gengur hann stoltur frá borði.“ Jóhann Gunnar hefur verið hrifinn af Ými í mótinu.vísir/epa Að lokum var Jóhann Gunnar spurður út í það hvaða leikmaður honum hafi fundist standa sig best í íslenska liðinu á mótinu. „Ef maður setur þetta upp eins og í kennslunni. Maður setur upp væntingar þá finnst mér Ýmir hafa verið frábær. Hann er að spila hérna heima og er að díla við litla gutta og svo kemur hann á þessi mót og er ekki að missa mikið af mönnum.“ „Hann og Elvar eru í erfiðu hlutverki og þá finnst mér hann hafa staðið upp úr miðað við væntingar sem maður gerði. Alexander er orðinn fertugur og búinn að vera frábær, Janus að halda áfram eins og í Meistaradeildinni.“ „Það er af nægu að taka. Bjöggi hefur fengið sinn skerf af gagnrýni en það er lítið út á hann að setja. Hann er búinn að fá mikið af opnum skotum og er byrjaður að verja betur í hornunum. Við erum búnir að vinna þrjá og tapa tveimur svo þetta er allt í standi eins og er.“ Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira