„Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:40 Formaður stjórnarskrárfélagsins segir að lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. Aðsend Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“ Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“
Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira