Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Elísa Reid forsetafrú skellti sér á sýningu í tengslum við ferðamannaiðnaðinn hér á landi.
Crossfit-drottningin Katrín Tanja fór í Laugar Spa ásamt vinkonum sínum.
Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason gáfu dóttur sinni fallegt nafn. Þau kynntu Unu Lóu Eyfeld Arnarsdóttir til leiks.
Bubbi Morhens gefur aldrei tommu eftir í ræktinni.
Emmsjé Gauti fór með son sinn Oliver og fékk sér tattú á lærið.
View this post on Instagram
Máni, hundur Guðlaugs Þórs, var sakleysið uppmálað eftir að hafa borðað skóinn hans.
Linda Pé fagnaði 50 ára afmæli Margrétar Hrafns en sjálf varð hún fimmtug á dögunum.
Jón Viðar hrellir dansfélaga sinn á afmælisdegi Mörtu Carrasco.
Hannes Þór Halldórsson og samherjar hans í íslenska landsliðinu í knattspyrnu skelltu sér í skoðunarferð í myndveri Warner Bros í Los Angeles.
Sveppi, Eiður Smári og Jökull í Kaleo skelltu sér saman út á lífið.
Jón Jónsson skellti sér í gönguferð með félögunum í Búdapest og voru þeir allir með hárkollu. Líklega ekki ný mynd en samt góð.
Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Sig, og Móeiður Lárusdóttir, unnusta Harðar Björgvins, landsliðsmanna nutu lífsins í London.
Hildur Guðna varaði fólk við óprúttnum aðilum sem þykjast vera hún á samfélagsmiðlum.
Jerry Seinfeld hitaði óvænt upp fyrir Snjólaugu Lúðvíksdóttur í grínklúbbi í París.
Camilla heimsótti París í fyrsta skipti.