Kórónufaraldur að draga úr vinnustaðarómantík Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 11:00 Kórónufaraldur er sagður draga enn úr því að parsambönd myndist á vinnustöðum. Vísir/Getty Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira