Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK í fyrsta sinn í langan tíma í dag þegar liðið heimsótti Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni.
Sebastian Larsson kom AIK yfir á 23. mínútu þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu en á 45. mínútu jafnaði Karl Söderström fyrir Falkenbergs.
Kolbeinn fékk tæpan klukkutíma inni á vellinum en var skipt út af á 58. mínútu fyrir Paulos Abraham.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur 1-1 jafntefli í þessum fallbaráttuslag. AIK er með 14 stig í 13. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti og einu stigi fyrir ofan Falkenbergs sem sitja í 15. sæti.