Patrick Mahomes átti sér draum og hann rættist í gær tæpum sjö árum eftir skemmtilega Twitter færslu hjá kappanum.
Patrick Mahomes var valinn mikilvægasti leikmaður Super Bowl leiknum þegar Kansas City Chiefs vann sinn fyrsta NFL-titil í hálfa öld.
Patrick Mahomes skoraði eitt snertimark sjálfur og átti síðan tvær snertimarkssendingar í lokin sem tryggðu hans liði sigurinn.
"I'm going to Disney World" - @PatrickMahomespic.twitter.com/CttRE1m1KD
— Sporting News (@sportingnews) February 3, 2020
„Þetta er okkar lið. Við erum með risastórt hjarta. Andy þjálfari setur þá kröfu á okkur að við verðum bestu manneskjurnar sem við getum verið og við gefumst aldrei upp,“ sagði Patrick Mahomes en Kansas City Chiefs var tíu stigum undir um miðjan lokaleikhlutann en endaði leikinn á að skora 21 stig í röð.
Patrick Mahomes klikkaði á ekki að rifja upp Twitter færsluna sína frá því í febrúar fyrir sjö árum síðan. Hann var þá greinilega að horfa á Super Bowl og skrifaði hversu æðislegt það væri að vera leikstjórnandinn sem segir:„Ég er að fara í Disney World“ eftir að hafa unnið Super Bowl.
I bet it feels amazing to be the quarterback who says "I'm going to Disney World" after winning the Super Bowl #Qbs
— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 6, 2013
„Ég er búinn að bíða eftir því að segja þetta alla mína ævi: Ég er að fara í Disney World,“ sagði Patrick Mahomes á verðlaunapallinum eftir leik.
Pat Mahomes is going to Disney World... Congrats, Super Bowl MVP! pic.twitter.com/PzXWHkm9UI
— The Pop (@ThePop_Network) February 3, 2020
Patrick Mahomes var búinn að vera í vandræðum með sendingarnar í leiknum og hafði kastað boltanum tvisvar frá sér.
„Ég vissi vel að við vorum ekki í óskastöðu en ég trúði á vörnina mína og þeir náðu að stoppa þá. Strákarnir héldu áfram að trúa á mig og við fundum leið til að vinna,“ sagði Patrick Mahomes.
Chiefs liðið breytti stöðunni úr 10-20 í 31-20 á síðustu sjö mínútum leiksins. Þetta var í þriðja sinn í úrslitakeppninni þar sem liðið hefur til baka úr erfiðri stöðu en vinnur sannfærandi sigur.
#SuperBowl MVP Patrick Mahomes is ‘Going to Disney World!’ for celebratory parade and sharing the spotlight with a Make-A-Wish Child! https://t.co/11yhf8kCp6pic.twitter.com/azXDRZQB20
— Disney Parks (@DisneyParks) February 3, 2020
What a way to start your career. @PatrickMahomes is just getting started. pic.twitter.com/EzEuIt3KBc
— NBC Sports (@NBCSports) February 3, 2020
Patrick Mahomes turned a shockingly underwhelming performance into a legendary one. @mackenziesalmon on the Chiefs' incredible #SuperBowl comeback. pic.twitter.com/NLLtFbhg7v
— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 3, 2020