Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðnadóttir á rauða dreglinum í kvöld. Vísir/EPA Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020 BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020
BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50
Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00