Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 13:34 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, þurfti að reiða fram átta milljónir króna í sekt fyrir að hafa stundað ólöglegar veiðar í Namibíu. Hann fékk loks vegabréf sitt í hendurnar eftir að namibískur dómari lagði hald á það. Björgólfur segir að Arngrímur sé kominn til Íslands, hann hefði reyndar flogið hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Björgólfur segir Arngrím frelsinu feginn. „Þetta var í raun bara þannig að hann hafði í raun ekki vegabréf þannig að hann gat ekki ferðast en það var ekkert þannig að hann væri undir eftirliti endalaust, held ég að ég megi segja. Sektin var borguð og var gengið frá því bara í réttarsalnum en eins og fram hefur komið þurftum við að reiða það fram í reiðufé í réttinum. Það var dálítið umstang að safna seðlum.“ Björgólfur segir að lögreglan hefði kyrrsett Heinaste á ný þvert á afstöðu dómstóla og að hans mati standist hún ekki namibísk lög. „Þegar Arngríms-málið svokallaða er tekið fyrir er það úrskurðað þannig að það séu ekki forsendur fyrir kyrrsetningu á skipinu og við auðvitað fögnuðum því og töldum það rétta niðurstöðu og héldum áfram að vinna í þeim málum sem lúta að því að koma skipinu til veiða og atvinnu fyrir sjómenn á svæðinu. Lögreglan gerði ekki það sem dómarinn úrskurðaði; það er að afhenda skjöl skipsins sem þeir reyndar tóku. Sú framkvæmd var ekki lögleg að okkar mati,“ segir Björgólfur. Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.Namibian Broadcasting Corporation Björgólfur segir að rökstuðningurinn í málinu sé sá að uppi sé rökstuddur grunur lögreglu um að það sé ætlan Samherja að sigla skipinu frá Namibíu og koma því undan. „Það liggur fyrir að það var og hefur aldrei verið meiningin.“ Björgólfur segir að kyrrsetningin muni ekki koma til með að hafa stórvægileg áhrif á rekstur Samherja. „Það er náttúrulega ljóst að svona fjárfesting eins og eitt stykki skip sem er ekki að afla tekna þá er engin afkoma af því og einfaldlega bara kostnaður þannig að áhrifin eru einhver en þau eru ekki þannig að hún hafi mikil áhrif endilega á rekstur Samherja. Eignarhaldið á skipinu er í félagi sem við eigum reyndar meirihluta í. Rekstrarfélagið um skipið - þar erum við í minnihlutaeigu þannig að þetta hefur einhver áhrif en þau eru ekkert stórkostleg fyrir félagið. Það er vissulega bagalegt að vera með svona öflugt atvinnutæki og hafa ekki möguleika á að nýta það til tekjuöflunar.“ Gætuð þið hugsað ykkur að láta reyna á þetta fyrir dómstólum? „Við munum klárlega gera það, já. Það er í vinnslu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, þurfti að reiða fram átta milljónir króna í sekt fyrir að hafa stundað ólöglegar veiðar í Namibíu. Hann fékk loks vegabréf sitt í hendurnar eftir að namibískur dómari lagði hald á það. Björgólfur segir að Arngrímur sé kominn til Íslands, hann hefði reyndar flogið hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Björgólfur segir Arngrím frelsinu feginn. „Þetta var í raun bara þannig að hann hafði í raun ekki vegabréf þannig að hann gat ekki ferðast en það var ekkert þannig að hann væri undir eftirliti endalaust, held ég að ég megi segja. Sektin var borguð og var gengið frá því bara í réttarsalnum en eins og fram hefur komið þurftum við að reiða það fram í reiðufé í réttinum. Það var dálítið umstang að safna seðlum.“ Björgólfur segir að lögreglan hefði kyrrsett Heinaste á ný þvert á afstöðu dómstóla og að hans mati standist hún ekki namibísk lög. „Þegar Arngríms-málið svokallaða er tekið fyrir er það úrskurðað þannig að það séu ekki forsendur fyrir kyrrsetningu á skipinu og við auðvitað fögnuðum því og töldum það rétta niðurstöðu og héldum áfram að vinna í þeim málum sem lúta að því að koma skipinu til veiða og atvinnu fyrir sjómenn á svæðinu. Lögreglan gerði ekki það sem dómarinn úrskurðaði; það er að afhenda skjöl skipsins sem þeir reyndar tóku. Sú framkvæmd var ekki lögleg að okkar mati,“ segir Björgólfur. Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.Namibian Broadcasting Corporation Björgólfur segir að rökstuðningurinn í málinu sé sá að uppi sé rökstuddur grunur lögreglu um að það sé ætlan Samherja að sigla skipinu frá Namibíu og koma því undan. „Það liggur fyrir að það var og hefur aldrei verið meiningin.“ Björgólfur segir að kyrrsetningin muni ekki koma til með að hafa stórvægileg áhrif á rekstur Samherja. „Það er náttúrulega ljóst að svona fjárfesting eins og eitt stykki skip sem er ekki að afla tekna þá er engin afkoma af því og einfaldlega bara kostnaður þannig að áhrifin eru einhver en þau eru ekki þannig að hún hafi mikil áhrif endilega á rekstur Samherja. Eignarhaldið á skipinu er í félagi sem við eigum reyndar meirihluta í. Rekstrarfélagið um skipið - þar erum við í minnihlutaeigu þannig að þetta hefur einhver áhrif en þau eru ekkert stórkostleg fyrir félagið. Það er vissulega bagalegt að vera með svona öflugt atvinnutæki og hafa ekki möguleika á að nýta það til tekjuöflunar.“ Gætuð þið hugsað ykkur að láta reyna á þetta fyrir dómstólum? „Við munum klárlega gera það, já. Það er í vinnslu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21