Dásamlegt að fagna með mömmu | Hugsar lítið um milljónaregnið Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Armand Duplantis var auðvitað himinlifandi eftir að hafa sett heimsmetið. vísir/epa Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Svíinn ungi Armand Duplantis varð íþróttastjarna á einum degi um helgina. Hann kveðst ekkert hugsa um milljónirnar sem heimsmetið í stangarstökki tryggir honum en var ánægður með að geta fagnað metinu með mömmu sinni. Duplantis er aðeins tvítugur en þegar orðinn handhafi heimsmets eftir að hafa stokkið yfir 6,17 metra á innanhúsmóti í Póllandi á laugardag. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en Duplantis bætti met Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra. Hann er staðráðinn í að bæta metið oftar, jafnvel strax á þessu ári. Duplantis á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en hann er þjálfaður af föður sínum, hinum bandaríska Greg sem var einnig stangarstökkvari, og mamma hans er hin sænska Helena sem var sjöþrautarkona og keppti einnig í blaki. Armand er fæddur í Bandaríkjunum en valdi að keppa fyrir Svíþjóð og var sérstaklega ánægður með að Helena skildi vera á áhorfendapöllunum þegar heimsmetið féll á laugardag. „Þetta var dásamleg stund. Pabbi minn var ekki hérna núna og gat ekki fagnað með okkur en mamma hefur verið með mér síðan að ég byrjaði í stangarstökkinu og stutt við mig allan ferilinn. Það var gott að geta fagnað þessu augnabliki með henni,“ sagði Duplantis.Vildi sama lag og LavillenieDuplantis setti metið í annarri tilraun á mótinu í Póllandi en hann hafði beðið mótshaldara um að spila ákveðið lag þegar hann myndi reyna við heimsmetið, lagið Levels með Avicii. Það hafði góð áhrif á hann: „Ég hitti á þá og vildi vera viss um að þeir spiluðu sama lag og var í gangi þegar Renaud sló heimsmetið sitt. Þetta var því mjög mikilvægt fyrir mig. Þar að auki er þetta líka geggjað lag. Mér fannst þetta vera rétt.“ Sænskir miðlar á borð við Expressen og Aftonbladet segja að Duplantis hafi tryggt sér tugi milljóna íslenska króna með heimsmetinu, í gegnum samninga við styrktaraðila. Umboðsmaður hans kveðst ekki geta gefið upp nákvæmar upphæðir og Duplantis er lítið að velta þessum hlutum fyrir sér: „Ég á mín áhugamál en ég hugsa ekki mikið um peninga þó að ég ætti kannski að gera það. Ég lifi eiginlega nákvæmlega sama lífi í dag og fyrir þremur árum. Ég borða kannski aðeins flottari máltíðir inn á milli. En starfið mitt er að hoppa hátt. Ef ég geri það þá leysist allt annað. Ég hugsa því ekki um peninga eða neitt annað en það. Svo reyni ég bara að vera góð og eðlileg manneskja utan keppnisvallarins,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira