Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. febrúar 2020 11:00 Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. Vísir/Hestalífið „Þetta er stórkostlega gaman. Gaman að skipta um umhverfi og fara að hugsa um dýr. Mér finnast það alger forréttindi,“ segir handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson en hann byrjaði nýlega aftur í hestamennsku eftir 40 ára hlé. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Guðmund á handboltavöllinn og í hesthúsið, í fyrsta þætti af Hestalífið.Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Samsvörun á milli hests og handboltaleikmanns „Við fengum ekki drauminn uppfylltan að komast í forkeppni Ólympíuleikanna, því miður, það vantaði lítið upp á. Svona eru íþróttir. Það gengur ekki alltaf allt upp.“ Nýafstaðið Evrópumót í handbolta karla skilaði ekki því sem Guðmundur vænti. Afrekalisti hans er langur, hann hefur tekið þátt í 24 stórmótum sem leikmaður og þjálfari, sex sinnum farið á Ólympíuleika og 18 sinnum á Heimsmeistara- og Evrópumót. Í starfi sínu reynir hann að ná því besta úr hverjum liðsmanni, en þjálfun leikmannanna þarf að vera úthugsuð, skipulögð, uppbyggileg og jákvæð. Vinnan nýtist Guðmundi í áhugamálinu og hann sér reyndar samsvörun milli þjálfunar reiðhests og handboltamanns. „Sem þjálfari, hvort sem ég er að þjálfa leikmenn hérna eða eitt stykki hest að þá þarf maður að vera samkvæmur sjálfum sér. Maður þarf að vera heiðarlegur og maður þarf líka að byggja upp traust. Ég þarf að byggja upp traust gagnvart þeim þannig að ég nái til þeirra og þeir hafi trú á því sem ég er að gera og alveg sama með hestinn, hann þarf að ná að treysta þér og átta sig á því hvað þú ert að biðja hann um. Það þarf að huga að alls konar æfingum, liðleika og gera þá hæfari til að hreyfa sig eðlilega. Nákvæmlega sama erum við að gera hér, við erum með fullt af alls konar liðleika æfingum til þess að virkja litla vöðva í líkamanum og ég veit að það þurfa toppknapar að gera líka með sína hesta.“ Guðmundur er viðmælandi í fyrsta þætti af mannlífsþættinum Hestalífið.Vísir/Hestalífið Knapinn þarf að hlusta vel Guðmundur segir að það megi líkja hestinum við íþróttamann, en samskiptin eru þó ólík. „Það þarf að segja honum töluvert mikið til og það er auðvitað þannig hérna líka. En auðvitað er munurinn svolítið sá að hesturinn getur ekki tjáð sig, en þeir geta tjáð sig, og þá þarf að mínu mati knapinn að hlusta rosalega vel á eða reyna að átta sig á hvernig hesturinn er að virka og hvað er að plaga hann í einhverjum tilvikum. Það þarf ofboðslega næmni, en að mínu mati þarf líka mikla næmni í þetta starf hér.“ Margir segja að hestamennska sé ekki íþrótt, menn sitji bara ofan á hestinum og hann geri þetta sjálfur. Guðmundur segir að þetta sé stórkostlegur misskilningur. „Það þarf að vera gott samband milli hests og manns, auðvitað þarf hesturinn að búa yfir ákveðnum eiginleikum, en hann gerir ekkert einn og sér. Þetta fer eftir ábendingum og á bak við hverja sýningu, er gríðarleg vinna. Þrotlaus vinna.“ Guðmundur ætlar sér að verða „frambærilegur reiðmaður“ og er bara rétt að byrja en nú þegar búinn að læra margt. „Og svo getur maður alltaf bætt við, ég er bara rétt að byrja og ég veit alveg hvað atvinnuknapar og alvöru knapar eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu. Ég skil það, ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt.“ Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í þessari viku og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Handbolti Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
„Þetta er stórkostlega gaman. Gaman að skipta um umhverfi og fara að hugsa um dýr. Mér finnast það alger forréttindi,“ segir handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson en hann byrjaði nýlega aftur í hestamennsku eftir 40 ára hlé. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Guðmund á handboltavöllinn og í hesthúsið, í fyrsta þætti af Hestalífið.Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Samsvörun á milli hests og handboltaleikmanns „Við fengum ekki drauminn uppfylltan að komast í forkeppni Ólympíuleikanna, því miður, það vantaði lítið upp á. Svona eru íþróttir. Það gengur ekki alltaf allt upp.“ Nýafstaðið Evrópumót í handbolta karla skilaði ekki því sem Guðmundur vænti. Afrekalisti hans er langur, hann hefur tekið þátt í 24 stórmótum sem leikmaður og þjálfari, sex sinnum farið á Ólympíuleika og 18 sinnum á Heimsmeistara- og Evrópumót. Í starfi sínu reynir hann að ná því besta úr hverjum liðsmanni, en þjálfun leikmannanna þarf að vera úthugsuð, skipulögð, uppbyggileg og jákvæð. Vinnan nýtist Guðmundi í áhugamálinu og hann sér reyndar samsvörun milli þjálfunar reiðhests og handboltamanns. „Sem þjálfari, hvort sem ég er að þjálfa leikmenn hérna eða eitt stykki hest að þá þarf maður að vera samkvæmur sjálfum sér. Maður þarf að vera heiðarlegur og maður þarf líka að byggja upp traust. Ég þarf að byggja upp traust gagnvart þeim þannig að ég nái til þeirra og þeir hafi trú á því sem ég er að gera og alveg sama með hestinn, hann þarf að ná að treysta þér og átta sig á því hvað þú ert að biðja hann um. Það þarf að huga að alls konar æfingum, liðleika og gera þá hæfari til að hreyfa sig eðlilega. Nákvæmlega sama erum við að gera hér, við erum með fullt af alls konar liðleika æfingum til þess að virkja litla vöðva í líkamanum og ég veit að það þurfa toppknapar að gera líka með sína hesta.“ Guðmundur er viðmælandi í fyrsta þætti af mannlífsþættinum Hestalífið.Vísir/Hestalífið Knapinn þarf að hlusta vel Guðmundur segir að það megi líkja hestinum við íþróttamann, en samskiptin eru þó ólík. „Það þarf að segja honum töluvert mikið til og það er auðvitað þannig hérna líka. En auðvitað er munurinn svolítið sá að hesturinn getur ekki tjáð sig, en þeir geta tjáð sig, og þá þarf að mínu mati knapinn að hlusta rosalega vel á eða reyna að átta sig á hvernig hesturinn er að virka og hvað er að plaga hann í einhverjum tilvikum. Það þarf ofboðslega næmni, en að mínu mati þarf líka mikla næmni í þetta starf hér.“ Margir segja að hestamennska sé ekki íþrótt, menn sitji bara ofan á hestinum og hann geri þetta sjálfur. Guðmundur segir að þetta sé stórkostlegur misskilningur. „Það þarf að vera gott samband milli hests og manns, auðvitað þarf hesturinn að búa yfir ákveðnum eiginleikum, en hann gerir ekkert einn og sér. Þetta fer eftir ábendingum og á bak við hverja sýningu, er gríðarleg vinna. Þrotlaus vinna.“ Guðmundur ætlar sér að verða „frambærilegur reiðmaður“ og er bara rétt að byrja en nú þegar búinn að læra margt. „Og svo getur maður alltaf bætt við, ég er bara rétt að byrja og ég veit alveg hvað atvinnuknapar og alvöru knapar eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu. Ég skil það, ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt.“ Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í þessari viku og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Handbolti Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45
„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00