Aðstoðarlandsliðsþjálfari Perú virti ekki útgöngubann og var handtekinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 12:00 "Nobby" Solano var lengi lykilmaður hjá Newcastle. Hér fær hann að finna fyrir því í baráttu við Hermann Hreiðarsson. vísir/getty Perúmaðurinn Nolberto Solano gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni um og eftir aldamót, lengst af með Newcastle en hann lék einnig með West Ham og Aston Villa. Hann hefur þjálfað í heimalandinu síðan hann hætti sjálfur að spila og er nú í starfi sem aðstoðarþjálfari hjá landsliði Perú. Covid-19 faraldurinn hefur gert vart við sig í Suður Ameríku eins og annars staðar í heiminum og hefur smitum fjölgað ört á undanförnum vikum. Í Perú hefur verið brugðið á það ráð að setja á algjört útgöngubann eftir klukkan 8 á kvöldin. Hart er tekið á þeim sem ekki virða útgöngubannið og því fékk Solano að kynnast þar sem hann var handtekinn á leið heim úr matarboði. „Ég sé auðvitað eftir þessu og biðst afsökunar. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta þetta. Þetta er erfitt ástand en það sem skiptir mestu máli er heilsan okkar,“ sagði Solano. „Þeir sem mig þekkja vita að ég hef gert mitt besta í að fylgja reglum. Þetta var ekki partý. Þetta var matarboð sem nágrannar okkar fjölskyldunnar buðu okkur í. Það stóð of lengi en það voru ekki fleiri en sex manns þar,“ sagði Solano en honum var sleppt fljótt úr haldi lögreglu. Erfiðlega hefur gengið að fá Perúbúa til að virða útgöngubannið en síðan það var sett í gildi hafa 18 þúsund manns verið handteknir fyrir að virða ekki bannið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Perú Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Perúmaðurinn Nolberto Solano gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni um og eftir aldamót, lengst af með Newcastle en hann lék einnig með West Ham og Aston Villa. Hann hefur þjálfað í heimalandinu síðan hann hætti sjálfur að spila og er nú í starfi sem aðstoðarþjálfari hjá landsliði Perú. Covid-19 faraldurinn hefur gert vart við sig í Suður Ameríku eins og annars staðar í heiminum og hefur smitum fjölgað ört á undanförnum vikum. Í Perú hefur verið brugðið á það ráð að setja á algjört útgöngubann eftir klukkan 8 á kvöldin. Hart er tekið á þeim sem ekki virða útgöngubannið og því fékk Solano að kynnast þar sem hann var handtekinn á leið heim úr matarboði. „Ég sé auðvitað eftir þessu og biðst afsökunar. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta þetta. Þetta er erfitt ástand en það sem skiptir mestu máli er heilsan okkar,“ sagði Solano. „Þeir sem mig þekkja vita að ég hef gert mitt besta í að fylgja reglum. Þetta var ekki partý. Þetta var matarboð sem nágrannar okkar fjölskyldunnar buðu okkur í. Það stóð of lengi en það voru ekki fleiri en sex manns þar,“ sagði Solano en honum var sleppt fljótt úr haldi lögreglu. Erfiðlega hefur gengið að fá Perúbúa til að virða útgöngubannið en síðan það var sett í gildi hafa 18 þúsund manns verið handteknir fyrir að virða ekki bannið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Perú Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira