Ferðamenn á Suðurlandi horfnir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2020 11:00 Ferðamönnum í Vík fækkaði stórlega á einungis Vísir/Stöð 2 Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira