Ótrúleg saga „Usain Bolt fótboltans“ sem er nú lykilmaður í Evrópumeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Alphonso Davies fagnar sigri í Meistaradeildinni með Joshua Zirkzee sem er nítján ára hollenskur framherji. Getty/Miguel A. Lopes Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira