Tólf ára stelpa keypti sundlaug fyrir afmælispeninginn sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2020 19:00 Sundlaugin er 4 þúsund lítra og tekur dágóðan tíma að láta renna í hana en foreldrar Hrafnhildar Lóu sjá um það og borga reikninginn fyrir allt heita vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hrafnhildur Lóa Kvaran, tólf ára stelpa í Árbænum, sem elskar það að fara í sund dó ekki ráðalaus þegar bannað er að fara í sund því hún keypti sér sjálf sundlaug fyrir afmælispeningana sína og syndir í lauginni alla daga út í garði heima hjá sér. Á tímum samkomubanns og þegar öll íþróttamannvirki eru lokuð reyna allir að bjarga sér með mismunandi útfærsla á hreyfingu. Hrafnhildur Lóa Kvaran, sem býr í Árbænum í Reykjavík með fjölskyldu sinni æfir sund með sunddeild Ármanns fimm til sex sinnum í viku. Hún var orðin ómöguleg að komast ekki í sund en hún fann lausnina. „Já, ég hugsaði bara að ég ætti nóg af afmælispeningum eftir og hringdi í frænku mína og við fórum saman í Costco og keyptum sundlaug. Þar æfi ég sundtökin, ég get ekki æft fótatökin vegna plássleysis en skriðsundstökin og bringustundatökin,“ segir Hrafnhildur Lóa. Hrafnhildur Lóa er alsæl að geta æft sundtökin heima í garði hjá sér í Árbænum á hverjum degi á meðan samkomubannið stendur yfir og íþróttamannvirki eru lokuð vegna kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafnhildur Lóa unnið til fjölmargra verðlauna í sundi enda á sundið hug hennar allan. Hrafnhildur setur teygju utan um fæturna, sem er bundin með bandi í tré þegar hún æfir sundtökin í lauginni. En hvað finnst henni skemmtilegast við sundið? „Það eru margar tegundir af sundi þannig að maður fær ekki leið á að synda bara eitt sund heldur getur maður alltaf skipt um sund. Ég er mjög spennt að geta mætt aftur í sund og ná þá almennilegum og löngum æfingum,“ segir Hrafnhildur Lóa brosandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Hrafnhildur Lóa Kvaran, tólf ára stelpa í Árbænum, sem elskar það að fara í sund dó ekki ráðalaus þegar bannað er að fara í sund því hún keypti sér sjálf sundlaug fyrir afmælispeningana sína og syndir í lauginni alla daga út í garði heima hjá sér. Á tímum samkomubanns og þegar öll íþróttamannvirki eru lokuð reyna allir að bjarga sér með mismunandi útfærsla á hreyfingu. Hrafnhildur Lóa Kvaran, sem býr í Árbænum í Reykjavík með fjölskyldu sinni æfir sund með sunddeild Ármanns fimm til sex sinnum í viku. Hún var orðin ómöguleg að komast ekki í sund en hún fann lausnina. „Já, ég hugsaði bara að ég ætti nóg af afmælispeningum eftir og hringdi í frænku mína og við fórum saman í Costco og keyptum sundlaug. Þar æfi ég sundtökin, ég get ekki æft fótatökin vegna plássleysis en skriðsundstökin og bringustundatökin,“ segir Hrafnhildur Lóa. Hrafnhildur Lóa er alsæl að geta æft sundtökin heima í garði hjá sér í Árbænum á hverjum degi á meðan samkomubannið stendur yfir og íþróttamannvirki eru lokuð vegna kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafnhildur Lóa unnið til fjölmargra verðlauna í sundi enda á sundið hug hennar allan. Hrafnhildur setur teygju utan um fæturna, sem er bundin með bandi í tré þegar hún æfir sundtökin í lauginni. En hvað finnst henni skemmtilegast við sundið? „Það eru margar tegundir af sundi þannig að maður fær ekki leið á að synda bara eitt sund heldur getur maður alltaf skipt um sund. Ég er mjög spennt að geta mætt aftur í sund og ná þá almennilegum og löngum æfingum,“ segir Hrafnhildur Lóa brosandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira