Messi tjáir sig: Ég mun biðja Guardiola um að hjálpa mér að komast til Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 09:30 Lionel Messi vill ekki spila aftur fyrir Barcelona. EPA-EFE/Manu Fernandez Lionel Messi hefur veitt sitt óformlegt fyrsta viðtal um stöðu mála milli sín og Barcelona en það stefnir í mjög ljótan endi á stórkostlegum ferli argentínska snillingsins í Barcelona. Eins og allir fjölmiðlar heimsins hafa fjallað ítarlega um síðasta sólarhringinn þá hefur Lionel Messi tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona þótt hann eigi enn eitt ár eftir af samningnum sínum. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað yfir sex hundruð mörk fyrir félagið sem hann hefur nú spilað með á sextán leiktíðum á Spáni. Messi skrifaði undir nýjasta samninginn sinn í nóvember 2017 og það kostar yfir 700 milljónir evra að kaupa hann út úr honum. Messi se va de Barcelona: las tapas de los diarios de mañana, con el City en la mira https://t.co/ytw8f0jpzM pic.twitter.com/JjjqzNkJVr— LA NACION Deportes (@DeportesLN) August 27, 2020 Messi var hins vegar með uppsagnarákvæði en það rann út í júlí. Messi telur það vera enn í gildi af því að tímabilið kláraðist í ágúst en ekki í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins. Málið endar því næsta víst í réttarsal og það er enginn sáttartónn í Messi í sjálfum ef marka má fyrsta viðtalið sem hann hefur gefið eftir þess ákvörðun sína. Argentínska blaðið La Nacion náði í aðila nákomnum Lionel Messi og fengu þannig að vita betur hvað er í gangi. „Ég hef tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona með Antonellu (eiginkonan). Þetta særir mína sál en þetta er búið og gert. Hringurinn er fullkominn,“ sagði Messi samkvæmt því sem La Nacion hefur eftir honum. 'I have made the decision to leave Barcelona with Antonella. It hurts my soul, but it's done. The cycle is complete. I will talk with Guardiola for him to sort out my arrival at Manchester City. They play incredible football and it s what I want'https://t.co/ndRlJKOsWd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 „Ég mun ræða við Guardiola og biðja hann um að hjálpa mér að komast til Manchester City. Þeir spilar ótrúlegan fótbolta og það er það sem ég vil,“ sagði Lionel Messi. Framtíð Lionel Messi er í uppnámi því Barcelona mun ekki hleypa honum til Manchester City án þess að fara með málið fyrir dómstóla. Eins fallegur og ferill Messi hjá Barcelona hefur verið lengi þá stefnir í mjög ljótan endi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira
Lionel Messi hefur veitt sitt óformlegt fyrsta viðtal um stöðu mála milli sín og Barcelona en það stefnir í mjög ljótan endi á stórkostlegum ferli argentínska snillingsins í Barcelona. Eins og allir fjölmiðlar heimsins hafa fjallað ítarlega um síðasta sólarhringinn þá hefur Lionel Messi tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona þótt hann eigi enn eitt ár eftir af samningnum sínum. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað yfir sex hundruð mörk fyrir félagið sem hann hefur nú spilað með á sextán leiktíðum á Spáni. Messi skrifaði undir nýjasta samninginn sinn í nóvember 2017 og það kostar yfir 700 milljónir evra að kaupa hann út úr honum. Messi se va de Barcelona: las tapas de los diarios de mañana, con el City en la mira https://t.co/ytw8f0jpzM pic.twitter.com/JjjqzNkJVr— LA NACION Deportes (@DeportesLN) August 27, 2020 Messi var hins vegar með uppsagnarákvæði en það rann út í júlí. Messi telur það vera enn í gildi af því að tímabilið kláraðist í ágúst en ekki í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins. Málið endar því næsta víst í réttarsal og það er enginn sáttartónn í Messi í sjálfum ef marka má fyrsta viðtalið sem hann hefur gefið eftir þess ákvörðun sína. Argentínska blaðið La Nacion náði í aðila nákomnum Lionel Messi og fengu þannig að vita betur hvað er í gangi. „Ég hef tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona með Antonellu (eiginkonan). Þetta særir mína sál en þetta er búið og gert. Hringurinn er fullkominn,“ sagði Messi samkvæmt því sem La Nacion hefur eftir honum. 'I have made the decision to leave Barcelona with Antonella. It hurts my soul, but it's done. The cycle is complete. I will talk with Guardiola for him to sort out my arrival at Manchester City. They play incredible football and it s what I want'https://t.co/ndRlJKOsWd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 „Ég mun ræða við Guardiola og biðja hann um að hjálpa mér að komast til Manchester City. Þeir spilar ótrúlegan fótbolta og það er það sem ég vil,“ sagði Lionel Messi. Framtíð Lionel Messi er í uppnámi því Barcelona mun ekki hleypa honum til Manchester City án þess að fara með málið fyrir dómstóla. Eins fallegur og ferill Messi hjá Barcelona hefur verið lengi þá stefnir í mjög ljótan endi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira