Ávaxtaflugan að gera margan Reykvíkinginn gráhærðan Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2020 10:39 Þessi örsmáa fluga gengur undir ýmsum nöfnum. Ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Hún er sólgin gerjaða ávexti. Getty/Akchamczuk Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“ Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“
Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira