Uppsagnirnar á Herjólfi „hrikalega þungbærar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 12:35 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jóhann K. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“ Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51