Í kvöldfréttum okkar höldum við áfram að skoða þau mistök sem gerð voru hjá Krabbameinsfélagi Íslands við greiningu á sýnum í konum eftir leghálsskoðun. Nú er ljóst að sami starfsmaðurinn kom að greiningum þar sem röng svör voru gefin til nokkurra kvenna.
Við heyrum einnig í eiginmanni og móður ungrar konu sem lést nýverið úr leghálskrabbameini og eru ekki sátt við greiningar Krabbameinsfélagsins.
Við heyrum í tónlistarmönnum sem komu saman til samstöðufundar í dag eftir að hafa verið tekjulitlir eða tekjulausir undanfarna mánuði og förum á frumsýningu nýrrar kvikmyndar þar sem Brynjar Karl Birgisson spilar stórt hlutverk en áhugi hans á Titanic hjálpaði honum að sigrast á þeim takmörkunum sem einhverfa getur valdið.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.