Íslandsmeistarinn segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl í gegnum tíðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 20:00 Hilmar Örn setti Íslandsmet í sleggjukasti nýverið og er meðal tíu bestu í heiminum að svo stöddu. Mynd/Stöð 2 Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira