Fellibylurinn Haishen dynur á Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 10:21 Öldurót við strandlengjun við Busan, aðra stærstu borg Suður-Kóreu. Haishen skemmdi byggingar, vatn flæddi yfir götur og inn í hús og rafmagni sló út þegar fellibylurinn gekk á land þar í nótt. AP/Son Hyung-ju Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést. Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést.
Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41