Sjúkraliðar horfa til framtíðar Sandra B. Franks skrifar 10. september 2020 07:30 Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar