Arnar Daði sendi skilaboð í Hafnarfjörðinn: Þurfa að gera talsvert betur Andri Már Eggertsson skrifar 10. september 2020 21:59 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum. Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum.
Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00