Það er yfirleitt mikill hátíðardagur hjá tölvuleikjasamfélaginu sem spilar FIFA þegar tölur þeirra sem eru bestir í leiknum koma út.
Það gerðist í gær en enn eina ferðina er Lionel Messi fyrir ofan Cristiano Ronaldo í leiknum.
Messi er með heildartölu sem er 93 en Ronaldo nær bara heildartölunni 92. Roberto Lewandowski, Kevin De Bruyne, Neymar og Jan Oblak koma svo næstir með 91.
REVEALED: Lionel Messi beats Cristiano Ronaldo to be the highest rated player in FIFA 21 https://t.co/YA8AHVt0fV pic.twitter.com/oyl0fYbMXc
— MailOnline Sport (@MailSport) September 10, 2020
Stuðningsmenn Liverpool vöktu upp stór augu þegar þeir sáu að Roberto Firmino og Pierre-Emerick Aubameyang voru með sömu tölu í leiknum.
Firmino og Aubameyang eru báðir með 87 í leiknum og mátti sjá einhverja óánægju stuðningsmanna Liverpool eftir að þetta kom út í gær.
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 10, 2020