Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 16:37 Fjöldi flóttamanna er nú á vergangi á eyjunni Lesbos eftir að Moria-flóttamannabúðirnar brunnu í vikunni. AP/Petros Giannakouris Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sjá meira
Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sjá meira
Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47
Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04