Enska úrvalsdeildin hefst aftur í dag eftir stutta pásu. Fyrsti leikur deildarinnar er Lundúnarslagurinn á milli Fulham og Arsenal en stórleikur dagsins er á milli Liverpool og Leeds.
BBC er með marga þekkta sérfræðinga á sínum snærum en þar má nefna Ruud Gullit, Alan Sharer, Lindsay Johnson og Rachel Brown-Finnis.
BBC bað alla spekingana sína að spá fyrir um fjögur efstu sætin og það voru ekki margir sem komu á óvart með sínum spám.
Þrettán af 25 spekingunum spáðu Liverpool sigrinum, Manchester City fékk ellefu atkvæði og það kom á óvart að Manchester United fékk eitt atkvæði. Það var Chris Waddle sem spáði því.
Það sem vakti einnig athygli var að Tottenham komst ekki á neinn lista hjá spekinugnum en 21 af 24 spekingunum í fyrra spáðu þeim þriðja sætinu á síðstu leiktíð. Manchester City og Liverpool voru á lista allra 25 spekinganna.
Spá allra má sjá hér.