Arnar: Of margir okkar sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2020 22:22 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49