Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 15:43 Maduro forseti er ekki aðeins sagður hafa vitað af glæpum öryggissveita heldur hafa gefið skipanir um þá. Vísir/EPA Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03