Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 13:58 Donald Trump og Mark Meadows. AP/Manuel Balce Ceneta Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Sjá meira