Xi tilkynnti óvænt um að Kína stefni að kolefnishlutleysi 2060 Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 10:57 Xi Jinping, forseti Kína, sendi allsherjarþinginu myndbandsávarp. Þar tilkynnti hann um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Kínverja. AP/UNTV Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heimi. Gangi áform kommúnistastjórnarinnar í Beijing eftir nær losun Kína hámarki fyrir árið 2030. Kínverskt samfélag verði svo orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2060. Áður höfðu kínversk stjórnvöld talað um að losun toppaði í síðasta lagi 2030 en lítið vilja gefa uppi um lengri tíma skuldbindingar. Um 28% heildarlosunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum fer fram í Kína. Losunin þar jókst árið 2018 og 2019, ólíkt þróuninni í sumum vestrænum ríkjum. Á allsherjarþinginu hvatti Xi heimsbyggðina til þess að ná vopnum sínum eftir efnahagsáfall kórónuveirufaraldursins á vistvænan hátt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki kom þá fram í máli Xi hvernig Kína ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi eða hvernig ríkisstjórn hans skilgreindi það. „Kína mun uppfæra ætluð landsmarkmið sín [gagnvart Parísarsamkomulaginu] með því að taka upp sterka stefnu og aðgerðir,“ sagði Xi. Ræða Xi kom beint í kjölfar ávarps Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann skaut föstum skotum á Kína, meðal annars vegna „hömlulausrar mengunar“. Trump ætlar að draga Bandaríkin, annan stærsta losanda heims, úr Parísarsamkomulaginu og ríkisstjórn hans hefur afnumið og útvatnað fyrirhugaðar loftslags- og umhverfisaðgerðir. Li Shuo, sérfræðingur Grænfriðunga í loftslagsstefnu Kínverja, segir breska ríkisútvarpinu BBC að útspil Xi, beint í kjölfar ræðu Trump, hafi verið úthugsað. „Það sýnir stöðugan áhuga Xi á að notfæra sér loftslagsstefnu í alþjóðapólitískum tilgangi,“ segir hann. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi í stjórnartíð Trump. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að nýtt kalt stríð gæti verið yfirvofandi. Kína Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heimi. Gangi áform kommúnistastjórnarinnar í Beijing eftir nær losun Kína hámarki fyrir árið 2030. Kínverskt samfélag verði svo orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2060. Áður höfðu kínversk stjórnvöld talað um að losun toppaði í síðasta lagi 2030 en lítið vilja gefa uppi um lengri tíma skuldbindingar. Um 28% heildarlosunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum fer fram í Kína. Losunin þar jókst árið 2018 og 2019, ólíkt þróuninni í sumum vestrænum ríkjum. Á allsherjarþinginu hvatti Xi heimsbyggðina til þess að ná vopnum sínum eftir efnahagsáfall kórónuveirufaraldursins á vistvænan hátt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki kom þá fram í máli Xi hvernig Kína ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi eða hvernig ríkisstjórn hans skilgreindi það. „Kína mun uppfæra ætluð landsmarkmið sín [gagnvart Parísarsamkomulaginu] með því að taka upp sterka stefnu og aðgerðir,“ sagði Xi. Ræða Xi kom beint í kjölfar ávarps Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann skaut föstum skotum á Kína, meðal annars vegna „hömlulausrar mengunar“. Trump ætlar að draga Bandaríkin, annan stærsta losanda heims, úr Parísarsamkomulaginu og ríkisstjórn hans hefur afnumið og útvatnað fyrirhugaðar loftslags- og umhverfisaðgerðir. Li Shuo, sérfræðingur Grænfriðunga í loftslagsstefnu Kínverja, segir breska ríkisútvarpinu BBC að útspil Xi, beint í kjölfar ræðu Trump, hafi verið úthugsað. „Það sýnir stöðugan áhuga Xi á að notfæra sér loftslagsstefnu í alþjóðapólitískum tilgangi,“ segir hann. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi í stjórnartíð Trump. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að nýtt kalt stríð gæti verið yfirvofandi.
Kína Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35