Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 15:47 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu berst við Gaupueldinni svonefnda í síðustu viku. Eldarnir í ár eru enn verri en eldarnir miklu sem geisuðu árið 2018. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00