„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. september 2020 07:09 Samheldin hópur hjá Avo. Á mynd má sjá starfsmenn á Íslandi auk mynda af vinnufélögunum erlendis. Teymið hjá Avo nær frá Moskvu til San Fransisco. Vísir/Vilhelm „Og muna svo Airbnb söguna, sannarlega læra af hverju samtali við fjárfesta og hverjum nei-um, hvernig þú getur bætt söguna, en halda svo áfram harkinu“ segir Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og annar af tveimur stofnendum Avo þegar hún gefur ráð um það hvernig best er að falast eftir fjármagni frá erlendum fjárfestum. Avo fékk nýverið 419 milljóna króna fjármögnun frá Kísildalnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið nær þeim áfanga að fá erlent fjármagn. Meðstofnandi Stefaníu eru Sölvi Logason en Stefanía og Sölvi stýrðu áður gagnagreind í Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuizUp. Starfsemi Avo gengur hins vegar út á nýja kynslóð af gagnastjórnun. Avo var stofnað árið 2018. Ellefu manns starfa hjá fyrirtækinu. Sjö þeirra eru á Íslandi og ef ekki væri fyrir Covid væru þrír af þessum sjö staddir erlendis. Því mesta salan fer fram í San Francisco. Teymið í heild sinni nær reyndar frá Moskvu til San Francisco sem þýðir 11-12 klukkustunda tímabelti. En hvernig fer sprotafyrirtæki eins og Avo að því að tryggja sér þrjár milljónir Bandaríkjadala í fjármögnun? Hvað hefur Avo umfram aðra og hversu miklu máli skipti reynsla Stefaníu og Sölva af Plain Vanilla Games? Atvinnulífið tók Stefaníu tali um þessi mál. „Fjárfestasamfélagið í Kísildal er merkilega lítið og þétt og þau tala saman um díla. Þetta er ákveðinn „fomo” leikur. Þau eru öll að leita að næsta hundrað billjón dollara fyrirtæki og það er erfitt að sjá fyrirfram hvað það verður. Langflestir fjárfestar hlógu til dæmis að Airbnb stofnendum, þóttu fráleit hugmynd að fólk myndi selja ókunnugum gistingu heima hjá sér og svöruðu því til að þetta gæti ekki verið stór markaður. Þessir fjárfestar eru eðlilega mjög svekktir í dag og vilja ekki missa af svona tækifæri aftur“ segir Stefanía þegar hún útskýrir hvernig umhverfi fjárfesta ytra er. Stefanía segir að fyrsta fjármagnið sem Avo fékk hafi verið frá Y Combinator. Það var árið 2018. Fyrri hluta ársins 2019 tók Avo síðan þátt í Y Combinator hraðlinum. „Í kjölfarið höfðu mikið af fjárfestum beint samband, sem varð að lokum til þess að Avo tók inn frekara fjármagn“ segir Stefanía. Fjárfestahópurinn sem fór fyrir fjármögnuninni núna er leiddur af bandaríska vísisjóðnum GGV Capital með þátttöku Heavybit og Y Combinator. Að sögn Stefaníu eru þetta allt þungavigtarsjóðir í Kísildalnum sem hafa sérþekkingu á því að fjárfesta í ört vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum. Nefnir hún sem dæmi fyrirtæki eins og Slack, TikTok og Airbnb. Stofnendur Avo eru Stefanía Bjarney Ólafsdóttir og Sölvi Logason. Þau störfuðu bæði hjá Plain Vanilla Games á sínum tíma við QuizUp leikinn.Vísir/Vilhelm Að sögn Stefaníu felur Avo í sér nýja kynslóð í gagnastjórnun sem byltir skilningi fyrirtækja á notendaupplifun. Meðal viðskiptavina er til dæmis hugbúnaðarfyrirtækið Rappi sem nýverið var metið á yfir þrjá og hálfan milljarð Bandaríkjadala, eða sem samsvarar fjögurhundruð fimmtíu og fimm milljarða króna. Fleiri erlenda aðila mætti nefna eins og Patreaon sem er nokkurs konar markaðstorg. Það sem Avo gerir er að spara forriturum og vöruteymum mikinn tíma sem áður fór í uppfærslur og lagfæringar á gögnum. „Fyrirtæki hafa aldrei þurft að skilja notendur sína betur og hraðar en nú. Framboð stafrænna vara hefur aldrei verið meira, og neytendur velja hiklaust vöruna með bestu upplifunina. Þess vegna hafa vöruteymi ekki lengur efni á að hægja á vöruákvörðunum á meðan þau bíða í daga eða vikur eftir niðurstöðum frá miðlægu greiningarteymi“ sagði meðal annars í fréttatilkynningu sem Avo sendi frá sér í kjölfar fjármögnunarinnar frá Kísildal. „Þetta er bara hark“ En hvaða ráð myndi Stefanía gefa öðrum aðilum sem vilja fá erlenda fjárfesta til liðs við sig? Undirbúa sannfærandi sögu og sækjast eftir intróum. Þetta er bara hark, og það þarf bara að leggja inn vinnuna til að láta þetta ganga“ segir Stefanía og minnir á hvernig sagan um Airbnb getur verið saga af nei-um frá fjárfestum og þannig hægt að læra af hverju samtali. Í stjórn Avo eru Sölvi Logason og Stefanía frá stofnendum, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd annarra hluthafa, Glenn Solomon og Oren Yunger áheyrnarfulltrúar frá GGV Capital. En hvernig hefur reynslan frá Plain Vanilla nýst þeim? „Að taka þátt í nýsköpunarævintýri er gaman og gríðarleg reynsla. Þetta er eins og með allt; börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Það verður mér ævinlega veganesti að hafa fengið að vinna með framkvæmdarstjórninni í QuizUp, Völu, Gunna, Jóa, Steina og öllu þessu ótrúlega fólki“ segir Stefanía. Þetta er smitandi. Á sama tíma fattaði ég seinna að ég hélt ég að ég hefði fengið innsýn inn í hvernig það væri að stofna og reka nýsköpunarfyrirtæki í gegnum það ævintýri en er síðan búin að komast að því að ég vissi lítið þá“ segir Stefanía og hlær. Hún segir vinnuna mikla og þar þýði ekkert annað en að leggja hart að sér og vinna myrkranna á milli. „En það er ekkert sem jafnast á við rússíbanann sem fylgir því að stofna fyrirtæki. Að mynda sýn vegferðar, að standa fyrir framan fjárfesta og viðskiptavini og sannfæra þau um hugmynd að nýrri leið til að vinna, að sjá samkeppnisaðila poppa upp, að leggja allt sitt í að koma einhverju á laggirnar, allt þetta er er óviðjafnanlegt í bæði erfiði og ánægju“ segir Stefanía að lokum. Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00 Google í miðaldrakrísu Á yfirborðin virðist allt slétt og fellt en efasemdir og órói krauma undir niðri. Google hefur þróast í að verða nákvæmlega eins fyrirtæki og stofnendur sögðu fyrir tveimur áratugum að yrði aldrei. 4. ágúst 2020 10:00 Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Og muna svo Airbnb söguna, sannarlega læra af hverju samtali við fjárfesta og hverjum nei-um, hvernig þú getur bætt söguna, en halda svo áfram harkinu“ segir Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og annar af tveimur stofnendum Avo þegar hún gefur ráð um það hvernig best er að falast eftir fjármagni frá erlendum fjárfestum. Avo fékk nýverið 419 milljóna króna fjármögnun frá Kísildalnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið nær þeim áfanga að fá erlent fjármagn. Meðstofnandi Stefaníu eru Sölvi Logason en Stefanía og Sölvi stýrðu áður gagnagreind í Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuizUp. Starfsemi Avo gengur hins vegar út á nýja kynslóð af gagnastjórnun. Avo var stofnað árið 2018. Ellefu manns starfa hjá fyrirtækinu. Sjö þeirra eru á Íslandi og ef ekki væri fyrir Covid væru þrír af þessum sjö staddir erlendis. Því mesta salan fer fram í San Francisco. Teymið í heild sinni nær reyndar frá Moskvu til San Francisco sem þýðir 11-12 klukkustunda tímabelti. En hvernig fer sprotafyrirtæki eins og Avo að því að tryggja sér þrjár milljónir Bandaríkjadala í fjármögnun? Hvað hefur Avo umfram aðra og hversu miklu máli skipti reynsla Stefaníu og Sölva af Plain Vanilla Games? Atvinnulífið tók Stefaníu tali um þessi mál. „Fjárfestasamfélagið í Kísildal er merkilega lítið og þétt og þau tala saman um díla. Þetta er ákveðinn „fomo” leikur. Þau eru öll að leita að næsta hundrað billjón dollara fyrirtæki og það er erfitt að sjá fyrirfram hvað það verður. Langflestir fjárfestar hlógu til dæmis að Airbnb stofnendum, þóttu fráleit hugmynd að fólk myndi selja ókunnugum gistingu heima hjá sér og svöruðu því til að þetta gæti ekki verið stór markaður. Þessir fjárfestar eru eðlilega mjög svekktir í dag og vilja ekki missa af svona tækifæri aftur“ segir Stefanía þegar hún útskýrir hvernig umhverfi fjárfesta ytra er. Stefanía segir að fyrsta fjármagnið sem Avo fékk hafi verið frá Y Combinator. Það var árið 2018. Fyrri hluta ársins 2019 tók Avo síðan þátt í Y Combinator hraðlinum. „Í kjölfarið höfðu mikið af fjárfestum beint samband, sem varð að lokum til þess að Avo tók inn frekara fjármagn“ segir Stefanía. Fjárfestahópurinn sem fór fyrir fjármögnuninni núna er leiddur af bandaríska vísisjóðnum GGV Capital með þátttöku Heavybit og Y Combinator. Að sögn Stefaníu eru þetta allt þungavigtarsjóðir í Kísildalnum sem hafa sérþekkingu á því að fjárfesta í ört vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum. Nefnir hún sem dæmi fyrirtæki eins og Slack, TikTok og Airbnb. Stofnendur Avo eru Stefanía Bjarney Ólafsdóttir og Sölvi Logason. Þau störfuðu bæði hjá Plain Vanilla Games á sínum tíma við QuizUp leikinn.Vísir/Vilhelm Að sögn Stefaníu felur Avo í sér nýja kynslóð í gagnastjórnun sem byltir skilningi fyrirtækja á notendaupplifun. Meðal viðskiptavina er til dæmis hugbúnaðarfyrirtækið Rappi sem nýverið var metið á yfir þrjá og hálfan milljarð Bandaríkjadala, eða sem samsvarar fjögurhundruð fimmtíu og fimm milljarða króna. Fleiri erlenda aðila mætti nefna eins og Patreaon sem er nokkurs konar markaðstorg. Það sem Avo gerir er að spara forriturum og vöruteymum mikinn tíma sem áður fór í uppfærslur og lagfæringar á gögnum. „Fyrirtæki hafa aldrei þurft að skilja notendur sína betur og hraðar en nú. Framboð stafrænna vara hefur aldrei verið meira, og neytendur velja hiklaust vöruna með bestu upplifunina. Þess vegna hafa vöruteymi ekki lengur efni á að hægja á vöruákvörðunum á meðan þau bíða í daga eða vikur eftir niðurstöðum frá miðlægu greiningarteymi“ sagði meðal annars í fréttatilkynningu sem Avo sendi frá sér í kjölfar fjármögnunarinnar frá Kísildal. „Þetta er bara hark“ En hvaða ráð myndi Stefanía gefa öðrum aðilum sem vilja fá erlenda fjárfesta til liðs við sig? Undirbúa sannfærandi sögu og sækjast eftir intróum. Þetta er bara hark, og það þarf bara að leggja inn vinnuna til að láta þetta ganga“ segir Stefanía og minnir á hvernig sagan um Airbnb getur verið saga af nei-um frá fjárfestum og þannig hægt að læra af hverju samtali. Í stjórn Avo eru Sölvi Logason og Stefanía frá stofnendum, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd annarra hluthafa, Glenn Solomon og Oren Yunger áheyrnarfulltrúar frá GGV Capital. En hvernig hefur reynslan frá Plain Vanilla nýst þeim? „Að taka þátt í nýsköpunarævintýri er gaman og gríðarleg reynsla. Þetta er eins og með allt; börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Það verður mér ævinlega veganesti að hafa fengið að vinna með framkvæmdarstjórninni í QuizUp, Völu, Gunna, Jóa, Steina og öllu þessu ótrúlega fólki“ segir Stefanía. Þetta er smitandi. Á sama tíma fattaði ég seinna að ég hélt ég að ég hefði fengið innsýn inn í hvernig það væri að stofna og reka nýsköpunarfyrirtæki í gegnum það ævintýri en er síðan búin að komast að því að ég vissi lítið þá“ segir Stefanía og hlær. Hún segir vinnuna mikla og þar þýði ekkert annað en að leggja hart að sér og vinna myrkranna á milli. „En það er ekkert sem jafnast á við rússíbanann sem fylgir því að stofna fyrirtæki. Að mynda sýn vegferðar, að standa fyrir framan fjárfesta og viðskiptavini og sannfæra þau um hugmynd að nýrri leið til að vinna, að sjá samkeppnisaðila poppa upp, að leggja allt sitt í að koma einhverju á laggirnar, allt þetta er er óviðjafnanlegt í bæði erfiði og ánægju“ segir Stefanía að lokum.
Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00 Google í miðaldrakrísu Á yfirborðin virðist allt slétt og fellt en efasemdir og órói krauma undir niðri. Google hefur þróast í að verða nákvæmlega eins fyrirtæki og stofnendur sögðu fyrir tveimur áratugum að yrði aldrei. 4. ágúst 2020 10:00 Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00
Google í miðaldrakrísu Á yfirborðin virðist allt slétt og fellt en efasemdir og órói krauma undir niðri. Google hefur þróast í að verða nákvæmlega eins fyrirtæki og stofnendur sögðu fyrir tveimur áratugum að yrði aldrei. 4. ágúst 2020 10:00
Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00