Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2020 08:39 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Lucknow í morgun. AP Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa. Indland Trúmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa.
Indland Trúmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira