Boða ekki „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 1. október 2020 12:14 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að stöðva verði vöxt ríkisútgjalda á komandi árum en ekki sé þó verið að boða „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð með nýju fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Hann telur ásættanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að bregðast við efnahagslægðinni sem nú gengur yfir. Gert er ráð fyrir rúmlega 260 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári, sem rekja má til efnahagslægðarinnar sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 í morgun. Bjarni bendir m.a. á í samtali við fréttastofu eftir fundinn að bótakerfið þurfi gríðarlegan stuðning, samtals rúma 100 milljarða í ár og á næsta ári. Þá telur Bjarni réttlætanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að komast út úr ástandinu. Þetta telur hann ábyrgt og raunsætt og líklegustu leiðina til að lágmarka atvinnuleysi, hlífa heimilum og styðja fyrirtæki. Bjarni tekur þó undir það að allt sé þetta gríðarlegri óvissu háð. „Þegar við þurfum að vera með umfangsmiklar sóttvarnir í hagkerfinu okkar, þá dregur það úr umsvifum og bitnar á ríkissjóði og dregur úr neyslu. Á sama tíma þegar við náum miklum árangri í sóttvörnum, þá vex umferðin og þetta finna allir. Þetta hefur áhrif á ríkissjóð. Þess vegna held ég því til haga að við eigum mikið undir því að við náum árangri þarna.“ Ef allt gengur ekki að óskum, erum við þá að horfa á niðurskurð, skattahækkanir? Hvenær þyrfti það að koma til framkvæmda? „Umfangið á þessu er um 37 og hálfur milljarður á ári þrjú, fjögur, fimm í þessari áætlun. Árin 2023, 2024 og 2025. Þetta eru ekki háar fjárhæðir í samhengi við þær ráðstafanir sem gripið var til eftir hrun. En ég hef þá trú að með réttum ákvörðunum í dag getum við haft áhrif á hagvaxtarspár til framtíðar og þannig örvað og skapað nýtt, þannig að hagvöxtur verði meiri og dregið verulega úr þessu,“ segir Bjarni. En það er væntanlega að finna einhvers staðar niðurskurð í þessum fjárlögum. Hvar er það, hvað er helst verið að taka fyrir? „Vöxturinn á þessum rammasettu útgjöldum hjá okkur er töluvert mikill á næsta ári. Hann er upp á um sjö prósent. Það sem er nýtt er að við erum ekki að gera ráð fyrir að slíkur vöxtur verði á árunum þar á eftir. Hann er um það bil eitt prósent í þessu grunndæmi okkar. Það sem er nýtt er að það verði að stöðva vöxt ríkisútgjaldanna á komandi árum en við erum ekki að boða flatan, umfangsmikinn niðurskurð. En verkefnið fer ekki frá okkur að fara betur með peningana. Ég held það séu óteljandi dæmi um að við getum gert betur í meðferð opinbers fjár,“ segir Bjarni. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þreppa skattkerfi. 1. október 2020 11:22 „Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Ágúst Ólafur Ágústsson gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn 1. október 2020 11:20 Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. 1. október 2020 10:33 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að stöðva verði vöxt ríkisútgjalda á komandi árum en ekki sé þó verið að boða „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð með nýju fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Hann telur ásættanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að bregðast við efnahagslægðinni sem nú gengur yfir. Gert er ráð fyrir rúmlega 260 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári, sem rekja má til efnahagslægðarinnar sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 í morgun. Bjarni bendir m.a. á í samtali við fréttastofu eftir fundinn að bótakerfið þurfi gríðarlegan stuðning, samtals rúma 100 milljarða í ár og á næsta ári. Þá telur Bjarni réttlætanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að komast út úr ástandinu. Þetta telur hann ábyrgt og raunsætt og líklegustu leiðina til að lágmarka atvinnuleysi, hlífa heimilum og styðja fyrirtæki. Bjarni tekur þó undir það að allt sé þetta gríðarlegri óvissu háð. „Þegar við þurfum að vera með umfangsmiklar sóttvarnir í hagkerfinu okkar, þá dregur það úr umsvifum og bitnar á ríkissjóði og dregur úr neyslu. Á sama tíma þegar við náum miklum árangri í sóttvörnum, þá vex umferðin og þetta finna allir. Þetta hefur áhrif á ríkissjóð. Þess vegna held ég því til haga að við eigum mikið undir því að við náum árangri þarna.“ Ef allt gengur ekki að óskum, erum við þá að horfa á niðurskurð, skattahækkanir? Hvenær þyrfti það að koma til framkvæmda? „Umfangið á þessu er um 37 og hálfur milljarður á ári þrjú, fjögur, fimm í þessari áætlun. Árin 2023, 2024 og 2025. Þetta eru ekki háar fjárhæðir í samhengi við þær ráðstafanir sem gripið var til eftir hrun. En ég hef þá trú að með réttum ákvörðunum í dag getum við haft áhrif á hagvaxtarspár til framtíðar og þannig örvað og skapað nýtt, þannig að hagvöxtur verði meiri og dregið verulega úr þessu,“ segir Bjarni. En það er væntanlega að finna einhvers staðar niðurskurð í þessum fjárlögum. Hvar er það, hvað er helst verið að taka fyrir? „Vöxturinn á þessum rammasettu útgjöldum hjá okkur er töluvert mikill á næsta ári. Hann er upp á um sjö prósent. Það sem er nýtt er að við erum ekki að gera ráð fyrir að slíkur vöxtur verði á árunum þar á eftir. Hann er um það bil eitt prósent í þessu grunndæmi okkar. Það sem er nýtt er að það verði að stöðva vöxt ríkisútgjaldanna á komandi árum en við erum ekki að boða flatan, umfangsmikinn niðurskurð. En verkefnið fer ekki frá okkur að fara betur með peningana. Ég held það séu óteljandi dæmi um að við getum gert betur í meðferð opinbers fjár,“ segir Bjarni. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þreppa skattkerfi. 1. október 2020 11:22 „Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Ágúst Ólafur Ágústsson gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn 1. október 2020 11:20 Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. 1. október 2020 10:33 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þreppa skattkerfi. 1. október 2020 11:22
„Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Ágúst Ólafur Ágústsson gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn 1. október 2020 11:20
Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. 1. október 2020 10:33