Mikil reiði í garð þingmanns sem fór í langa lestarferð eftir að hafa greinst með veiruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 23:06 Margaret Ferrier, til vinstri, heldur hér á regnhlíf fyrir Nicola Sturgeon, formann Skoska þjóðarflokksins. Sturgeon er afar ósátt með hegðun Ferrier. Hávær krafa hefur blossað upp um að Margaret Ferrier, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, segi af sér eftir að hún viðurkenndi að þverbrotið sóttvarnareglur. Hún ferðaðist með lest frá London til Skotlands skömmu eftir að hún fékk staðfestingu á því að hún væri smituð af kórónuveirunni. Í frétt Guardian segir að Ferrier hafi viðurkennt að hafa fundið fyrir einkennum vegna Covid-19 síðastliðinn laugardag. Fór hún í skimun en þrátt fyrir það ferðaðist hún með lest frá Skotlandi til London síðastliðinn mánudag, áður en að hún fékk niðurstöðurnar úr skimuninni. Tilgangur ferðarinnar var að mæta á breska þingið þar sem hún hélt stutta ræða í umræðum um kórónuveirufaraldurinn. Síðastliðið mánudagskvöld bárust henni svo niðurstöður úr skimuninni. Hafði hún greinst jákvæð. Þrátt fyrir þetta ferðaðist hún með lest til Skotlands daginn eftir, vitandi það að hún væri smituð af veirunni. Um nærri sex klukkutíma ferðalag er að ræða. Samflokksmenn Ferrier eru sagðir vera æfir út í hana en hún gaf flokkssystkinum sínum misvísandi upplýsingar um ferðalögin og veikindin. Samflokksmenn hennar hafa kallað eftir því að hún segi af sér og leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, sagðist vera afar reið yfir því hvernig Ferrier hafi hagað sér. This is utterly indefensible. It’s hard to express just how angry I feel on behalf of people across the country making hard sacrifices every day to help beat COVID. The rules apply to everyone and they’re in place to keep people safe. @Ianblackford_MP is right to suspend the whip https://t.co/9rgWpPKrOe— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 1, 2020 Ferrier hefir beðist afsökunar á hegðun sinni en lögregluyfirvöld hafa sagt að líklegt sé að málið verði rannsakað og Ferrier sektuð vegna málsins. Bretland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hávær krafa hefur blossað upp um að Margaret Ferrier, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, segi af sér eftir að hún viðurkenndi að þverbrotið sóttvarnareglur. Hún ferðaðist með lest frá London til Skotlands skömmu eftir að hún fékk staðfestingu á því að hún væri smituð af kórónuveirunni. Í frétt Guardian segir að Ferrier hafi viðurkennt að hafa fundið fyrir einkennum vegna Covid-19 síðastliðinn laugardag. Fór hún í skimun en þrátt fyrir það ferðaðist hún með lest frá Skotlandi til London síðastliðinn mánudag, áður en að hún fékk niðurstöðurnar úr skimuninni. Tilgangur ferðarinnar var að mæta á breska þingið þar sem hún hélt stutta ræða í umræðum um kórónuveirufaraldurinn. Síðastliðið mánudagskvöld bárust henni svo niðurstöður úr skimuninni. Hafði hún greinst jákvæð. Þrátt fyrir þetta ferðaðist hún með lest til Skotlands daginn eftir, vitandi það að hún væri smituð af veirunni. Um nærri sex klukkutíma ferðalag er að ræða. Samflokksmenn Ferrier eru sagðir vera æfir út í hana en hún gaf flokkssystkinum sínum misvísandi upplýsingar um ferðalögin og veikindin. Samflokksmenn hennar hafa kallað eftir því að hún segi af sér og leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, sagðist vera afar reið yfir því hvernig Ferrier hafi hagað sér. This is utterly indefensible. It’s hard to express just how angry I feel on behalf of people across the country making hard sacrifices every day to help beat COVID. The rules apply to everyone and they’re in place to keep people safe. @Ianblackford_MP is right to suspend the whip https://t.co/9rgWpPKrOe— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 1, 2020 Ferrier hefir beðist afsökunar á hegðun sinni en lögregluyfirvöld hafa sagt að líklegt sé að málið verði rannsakað og Ferrier sektuð vegna málsins.
Bretland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira