Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2020 19:30 Hinn dæmdi hefur um margra áratuga skeið verið áberandi í skemmtana- og næturlífi Stokkhólms. Hafi hann lengi skipulagt veislur í borginni. Getty/mikdam Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn barni, tælingu og líkamsárás. Í ákæru segir að Ægir Sigurbjörn hafi komist í samband við fjórtán ára dreng í gegnum stefnumótaforritið Grindr, brotið gegn drengnum kynferðislega og svo ráðist á hann í almenningsgarði í úthverfi Stokkhólms. Í dómnum segir einnig að hinn dæmdi hafi hótað því að hengja upp kynferðislegar myndir af drengnum, sem hann sagðist vera með undir höndum, í hverfinu sem hann bjó, færi svo að drengurinn myndi ekki samþykkja að þeir hittust aftur. Þá skyldi drengurinn greiða honum 3.500 sænskar krónur, sem samsvarar um 55 þúsund íslenskar krónur. Kvaðst ekki vita að drengurinn væri svo ungur Ægir Sigurbjörn neitaði sök og sagðist ekki hafa vita að drengurinn væri svo ungur. Dómurinn hafnaði slíku og sagði ljóst að Ægir hefði átt að grennslast betur fyrir um aldur drengsins. Mjóar axlir og einungis vísir að skeggvexti hefði átt að benda til að um barn væri að ræða, fremur en stálpaður táningur. Lágmarksaldur notenda Grindr er átján ár, en drengurinn á að hafa sagst vera sextán, sautján, þó að hann hafi í raun verið fjórtán ára þegar brotin áttu sér stað. Ægir var sakfelldur fyrir þrjá ákæruliði – fyrir kynferðisbrot gegn barni, tælingu með því að hafa haft samband við barn og ætlað sér að hitta það í kynferðislegum tilgangi, og svo að hafa beitt barnið líkamlegu ofbeldi. Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að dómurinn hafi ekki fallist á kröfur saksóknara um að vísa eigi Ægi úr landi að afplánun lokinni. Hann hefur búið í Svíþjóð, með hléum, allt frá sex ára aldri. Dómstóllinn dæmir þó að hann skuli greiða drengnum miskabætur að upphæð sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna, auk vaxta. Frá Solna í Svíþjóð.Getty Lengi virkur og áberandi í skemmtanalífi Stokkhólmsborgar Aftonbladet segir einnig frá málinu og þar kemur fram að hinn dæmdi hafi um margra áratuga skeið verið áberandi í skemmtana- og næturlífi Stokkhólms. Hafi hann skipulagt veislur og aðra viðburði um margra ára skeið. Málið hefur allt vakið nokkuð mikla athygli í sænskum fjölmiðlum. Í dómnum segir að Ægir og fórnarlambið hafi fyrst átt í samskiptum á Grindr í lok árs 2018. Við rannsókn sænsku lögreglunnar voru textaskilaboð ákærða og drengsins skoðuð þar sem sjá má að ákærði segist meðal annars „sakna“ drengsins, kallar hann „darling“ og spyr hann hvernig honum gangi í skólanum. Tónninn breytist Alls hittast þeir fimm sinnum á tímabilinu frá febrúar 2019 og fram í ágúst sama ár, þar sem ákærði brýtur gegn drengnum kynferðislega. Drengurinn sagði við skýrslutöku að ástæða þess að þeir hittust svo oft var að hann væri hræddur við ákærða sem hafi byrjað að hóta öllu illu ef drengurinn myndi ekki fara að skipunum. Drengurinn hafi þá reynt að gefa skýringar á því af hverju þeir geti ekki hist – að hann væri ekki í bænum, væri veikur eða að mikið væri að gera í skólanum. Að lokum hafi drengurinn sagst ekki vilja hitta ákærða framar. Við þetta hafi tónninn í skilaboðum Ægis breyst og hótaði hann að hengja upp vafasamar myndir af drengnum utandyra í hverfinu sem hann bjó, ef hann myndi ekki samþykkja að hittast einu sinni enn. Sömuleiðis myndi Ægir hafa samband við fjölskyldu hans og þá á Ægir að hafa fullyrt að hann hefði komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan heimili drengsins til að fylgjast með ferðum hans. Drengurinn hafi þá spurt Ægi hvað þyrfti til að hann myndi eyða umræddum myndum. Krafðist Ægir þess að þeir myndu hittast einu sinni enn. Fór Ægir þá líka fram á að drengurinn myndi borga honum 3.500 sænskar krónur, um 55 þúsund íslenskar, auk þess að biðjast afsökunar á að hafa verið leiðinlegur við sig og að hafa logið. Vildi Ægir meina, í samtali við drenginn, að drengurinn hlyti að hafa átt í sambandi við aðra karlmenn, þar sem þeir tveir hefðu þá ekki hist í langan tíma. Réðst á hann í almenningsgarði Í dómnum segir að drengurinn hafi svo samþykkt í ágúst á síðasta ári að hitta Ægi. Ægir hafi þá ráðist á drenginn þar sem þeir hittust á grænu svæði í Stokkhólmi, tekið þéttingsfast um háls drengsins og þrýst honum í jörðina. Drengnum hafi hins vegar tekist að flýja af vettvangi með því að klæða sig úr peysunni og hlaupa burt. Ákærði útskýrði við yfirheyrslu, aðspurður um öll textaskilaboðin, að maður „segi stundum alls kyns þvælu, án þess að það hafi einhverja merkingu“. Ægir sagðist ekki muna eftir kvöldinu þar sem hann réðst á drenginn í almenningsgarðinum í ágúst á síðasta ári, en hann muni þó nákvæmlega hvaða eiturlyf hann hafði innbyrt. Sagði Ægir að drengurinn hafi fullyrt að hann væri sautján ára og hann hefði ekki haft neina ástæðu til að draga það í efa. Í dómsorðum segir að ekkert í málflutningi ákærða hafi verið þess eðlis að það ætti að vega til mildari refsingar og var tveggja og hálfs árs fangelsi væri talin hæfileg refsing í málinu. Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn barni, tælingu og líkamsárás. Í ákæru segir að Ægir Sigurbjörn hafi komist í samband við fjórtán ára dreng í gegnum stefnumótaforritið Grindr, brotið gegn drengnum kynferðislega og svo ráðist á hann í almenningsgarði í úthverfi Stokkhólms. Í dómnum segir einnig að hinn dæmdi hafi hótað því að hengja upp kynferðislegar myndir af drengnum, sem hann sagðist vera með undir höndum, í hverfinu sem hann bjó, færi svo að drengurinn myndi ekki samþykkja að þeir hittust aftur. Þá skyldi drengurinn greiða honum 3.500 sænskar krónur, sem samsvarar um 55 þúsund íslenskar krónur. Kvaðst ekki vita að drengurinn væri svo ungur Ægir Sigurbjörn neitaði sök og sagðist ekki hafa vita að drengurinn væri svo ungur. Dómurinn hafnaði slíku og sagði ljóst að Ægir hefði átt að grennslast betur fyrir um aldur drengsins. Mjóar axlir og einungis vísir að skeggvexti hefði átt að benda til að um barn væri að ræða, fremur en stálpaður táningur. Lágmarksaldur notenda Grindr er átján ár, en drengurinn á að hafa sagst vera sextán, sautján, þó að hann hafi í raun verið fjórtán ára þegar brotin áttu sér stað. Ægir var sakfelldur fyrir þrjá ákæruliði – fyrir kynferðisbrot gegn barni, tælingu með því að hafa haft samband við barn og ætlað sér að hitta það í kynferðislegum tilgangi, og svo að hafa beitt barnið líkamlegu ofbeldi. Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að dómurinn hafi ekki fallist á kröfur saksóknara um að vísa eigi Ægi úr landi að afplánun lokinni. Hann hefur búið í Svíþjóð, með hléum, allt frá sex ára aldri. Dómstóllinn dæmir þó að hann skuli greiða drengnum miskabætur að upphæð sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna, auk vaxta. Frá Solna í Svíþjóð.Getty Lengi virkur og áberandi í skemmtanalífi Stokkhólmsborgar Aftonbladet segir einnig frá málinu og þar kemur fram að hinn dæmdi hafi um margra áratuga skeið verið áberandi í skemmtana- og næturlífi Stokkhólms. Hafi hann skipulagt veislur og aðra viðburði um margra ára skeið. Málið hefur allt vakið nokkuð mikla athygli í sænskum fjölmiðlum. Í dómnum segir að Ægir og fórnarlambið hafi fyrst átt í samskiptum á Grindr í lok árs 2018. Við rannsókn sænsku lögreglunnar voru textaskilaboð ákærða og drengsins skoðuð þar sem sjá má að ákærði segist meðal annars „sakna“ drengsins, kallar hann „darling“ og spyr hann hvernig honum gangi í skólanum. Tónninn breytist Alls hittast þeir fimm sinnum á tímabilinu frá febrúar 2019 og fram í ágúst sama ár, þar sem ákærði brýtur gegn drengnum kynferðislega. Drengurinn sagði við skýrslutöku að ástæða þess að þeir hittust svo oft var að hann væri hræddur við ákærða sem hafi byrjað að hóta öllu illu ef drengurinn myndi ekki fara að skipunum. Drengurinn hafi þá reynt að gefa skýringar á því af hverju þeir geti ekki hist – að hann væri ekki í bænum, væri veikur eða að mikið væri að gera í skólanum. Að lokum hafi drengurinn sagst ekki vilja hitta ákærða framar. Við þetta hafi tónninn í skilaboðum Ægis breyst og hótaði hann að hengja upp vafasamar myndir af drengnum utandyra í hverfinu sem hann bjó, ef hann myndi ekki samþykkja að hittast einu sinni enn. Sömuleiðis myndi Ægir hafa samband við fjölskyldu hans og þá á Ægir að hafa fullyrt að hann hefði komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan heimili drengsins til að fylgjast með ferðum hans. Drengurinn hafi þá spurt Ægi hvað þyrfti til að hann myndi eyða umræddum myndum. Krafðist Ægir þess að þeir myndu hittast einu sinni enn. Fór Ægir þá líka fram á að drengurinn myndi borga honum 3.500 sænskar krónur, um 55 þúsund íslenskar, auk þess að biðjast afsökunar á að hafa verið leiðinlegur við sig og að hafa logið. Vildi Ægir meina, í samtali við drenginn, að drengurinn hlyti að hafa átt í sambandi við aðra karlmenn, þar sem þeir tveir hefðu þá ekki hist í langan tíma. Réðst á hann í almenningsgarði Í dómnum segir að drengurinn hafi svo samþykkt í ágúst á síðasta ári að hitta Ægi. Ægir hafi þá ráðist á drenginn þar sem þeir hittust á grænu svæði í Stokkhólmi, tekið þéttingsfast um háls drengsins og þrýst honum í jörðina. Drengnum hafi hins vegar tekist að flýja af vettvangi með því að klæða sig úr peysunni og hlaupa burt. Ákærði útskýrði við yfirheyrslu, aðspurður um öll textaskilaboðin, að maður „segi stundum alls kyns þvælu, án þess að það hafi einhverja merkingu“. Ægir sagðist ekki muna eftir kvöldinu þar sem hann réðst á drenginn í almenningsgarðinum í ágúst á síðasta ári, en hann muni þó nákvæmlega hvaða eiturlyf hann hafði innbyrt. Sagði Ægir að drengurinn hafi fullyrt að hann væri sautján ára og hann hefði ekki haft neina ástæðu til að draga það í efa. Í dómsorðum segir að ekkert í málflutningi ákærða hafi verið þess eðlis að það ætti að vega til mildari refsingar og var tveggja og hálfs árs fangelsi væri talin hæfileg refsing í málinu.
Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira