Feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2020 23:01 Arnar var sáttur með sigurinn en telur sitt lið eiga eftir að slípast betur saman. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik