Hrapalleg mistök að loka landamærunum 19. ágúst Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. október 2020 09:00 Þegar stjórnvöld ákváðu að breyta fyrirkomulagi við landamærasóttvarnir úr því að menn væru skimaðir við komu og yrðu svo að bíða niðurstöðu (í innan við sólarhring), í það, frá 19. ágúst, að komumenn yrðu fyrst að vera skimaðir, svo að fara í sóttkví í 5-6 daga, og loks aftur að vera skimaðir, þá virkaði það auðvitað eins og lokun landsins fyrir ferðamönnum. Það var ljóst, að enginn ferðamaður vildi koma hingað upp á þessi býti; að hanga í óvissu, einangrun og iðjuleysi í allt að viku. Sóttvarnayfirvöld, svo og ráðherra, vissu vitaskuld, að þessi ákvörðun og aðgerð jafngilti lokun landsins fyrir ferðamönnum, og, þá um leið, endanlegt rothögg á það, sem eftir lifði ferðaþjónustunnar og tengdrar starfsemi, en létu sig samt hafa það. Eins og ekkert annað kæmist að eða hefði þýðingu, en meintar COVID-sóttvarnir. Algjörlega misheppnuð aðgerð Þegar landamærum var lokað, voru hér 77 virk smit í gangi. Nú, 2. október, eru aðilar með virkt smit 562, eða sjö sinnum fleiri, þrátt fyrir lokun landmæranna, sem átti að draga úr smitum. Og, mönnum til mikillar undrunar, virðast þeir, sem að standa og ábyrgð bera, ekkert læra; berja bara höfðinu við steininn. Hvernig er fyrirkomulagið í Þýzkalandi? Eins og höfundur hefur greint frá, var hann í Þýzkalandi um skeið í síðasta mánuði. Þegar það var, upp úr miðjum september, var Þýzkaland opið gagnvart 25 öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, en þegnar allra þessara landa, sem voru vandlega valin, máttu koma þangað hindrunar- og skimunar-laust. Við val þessara landa fóru Þjóðverjar einfaldlega eftir smitastöðu og -þróun í hinum ýmsu löndum. Væri staðan svipuð eða skárri, en í Þýzkaland, var engin hindrun. Í millitíðinni, er Ísland komið á rauðan lista í Þýzkalandi, enda kvóti nýsmita hér næstum tífaldur á við það, sem þar er. Hvernig standa Svíar að sínum landamæravörnum? Svíar hafa verið með og eru með opin landmæri gagnvart öllum þjóðum ESB og EES, 31 þjóð, og eru þar engar hindranir eða skimanir í gangi. Og, hver er tíðni nýsmita þar, saman borið við það, sem hér er? 29. september var smitkvóti (nýsmit síðustu 14 daga á 100.000 íbúa) Svía 42,7, en hér var hann 138,7. Þetta þýðir, að fjöldi nýsmita hér - með lokuðum landamærum, en hjá Svíum voru þau galopin - var meira en þrisvar sinnum meiri, en hjá Svíum. Annað eins flopp. Og, hvað segir sóttvarnalæknir Svía? Sóttvarnarlæknir Svía, Anders Tegnell, sem átti Facebook samtal við Sigríði Andersen, nú 30. september, segir þetta um sóttvarnir á landamærum: „Þegar við höfum mikla útbreiðslu veirunnar innanlands, þá breytir það litlu, að fá nokkur smit frá útlöndum. Þannig, að við teljum það mikilvægara að tryggja góð samskipti við það fólk sem hingað kemur og gera þeim ljóst, hvaða reglur gilda í Svíþjóð. Þannig, að við grípum fólk snemma þegar það kemur hingað með smit. Okkur virðist að 5-10 prósent smitaðra í Svíþjóð sé fólk, sem kemur frá útlöndum. Við teljum það árangurríkari leið en að loka landamærum, enda hefur það aldrei virkað til lengri tíma“. Svo mörg voru þau orð sóttvarnalæknis Svíþjóðar, en þar eru nýsmit, sem sagt, aðeins þriðjungurinn af því, sem hér er. Veiran, nú í 2. bylgju, miklu veikari, en í þeirri fyrstu. Í 1. bylgu, marz-apríl, þurfti að leggja 7% þeirra, sem smituðust, inn á sjúkrahús. Nú, í þeirri seinni, ágúst-september, hefur aðeins þurft að leggja inn 2%. Af þeim 582, sem eru smitaðir, hefur um helmingur engin einkenni, skv. I.E., og megnið af hinum helmingnum er léttveikur eða eins og með haustflensu. Í 1. bylgju voru mest 42 sjúklingar í einu á sjúkrahúsi, og þá létust 10. Nú, í seinni bylgju, hafa mest verið 13 á sjúkrahúsi (af 582), og enginn hefur látizt. Ef að kúrva dánartíðni vegna COVID er skoðuð, er hún alls staðar í kringum okkur á hraðri niðurleið, eða komin niður undir núll. Í gær var hún núll í Svíþjóð, Danmörku og hér hjá okkur. Það er augljóst, að veira er orðin miklu veikari, nú í 2. bylgju, en hún var í vor, enda stendur ekkert náttúrulegt fyrirbrigði kjurrt eða í stað. Óttinn við mistök og það að missa tökin Af hverju viðurkenna stjórnvöld ekki, að veiran sé orðin miklu mildari og hættuminni? Annars vegar, hygg ég, að sóttvarna-læknir og ráðherra óttist, að gera mistök, séu þá hrædd um sitt eigið skinn, sem kannske má skilja, og, hins vegar, er sú hræðsla eflaust fyrir hendi, að, ef það er viðurkennt og staðfest, að veiran sé orðin miklu mildari, þá verði erfiðara að stjórna fólkinu; halda valdinu yfir því. Réttlætir þessi ótti yfirkeyrðar aðgerir? Þegar ég segi „yfirkeyrðar aðgerðir“, þá á það við um „lokun“ landamæranna en ekki aðgerðir og stjórnun mála hér innanlands, sem fyrir mér mættu þó meira vera í takt við það, sem var í sumar. Það eru 13 manns á sjúkrahúsi, þar af 2-3 á gjörgæzlu, kannske væru þessar tölur lítillega hærri, kannske 15 og 4 eða 5, ef landmærin hefðu verið opin, en, hvað er það á móti því, að Icelandair varð að segja upp 88 manns, nú um þessi mánaðamót, akkúrat vegna lokunar landamæranna 19. ágúst, bílaleigan Herz varð endanlega að leggja upp laupana og segja 66 manns upp, út af því sama, auk um 200 annarra starfsmanna, mest fyrirtækja í ferðaþjónustunni, sem endalgea misstu nú vinnuna!? Sennilega standa hér nú um 1.000 manns uppi, að fjölskyldumeðlimum meðtöldum, atvinnulausir, í tilfinningalegu uppnámi, kvíðnir og óöryggir með sína afkomu, sínar fjárhagslegu skuldbindingar og alla sína framtíð. Menn geta velt fyrir sér, hvort sú staða sé ekki á við, eða jafnvel miklu verri, en meðal flensa. Hræðsluáróður um heilbrigðiskrefið Það líður varla sá dagur, að starfsmenn heilbrigðiskerfanna mæti ekki í sjónvarpi eða öðrum fjölmiðlum til að lýsa því, oft all fjálglega, hversu allt sé þröng og erfitt í heilbrigðiskerfinu, og, að COVID kunni að setja það úr skorðum. En, hver er raunstaðan? Bara á Landspítalanum eru 627 sjúkrarúm (nóvember 2019), en þar af eru 14 til 20 gjörgæzlurúm, eftir þörfum, plús 5 görgæzlurúm á Akureyri, samtals 19 til 25. Og, hver er staða COVID-sjúklinga og álagið af þeim? Alls eru, eins og fram hefur komið, 13 á sjúkrahúsi nú og þar af 2-3 í gjörgæzlu. Fréttaflutningur sumra fjölmiðla yfirgengilegur Í langan tíma hefur COVID-19 og allar hörmungarnar og vandræðin í kringum þann vírus tröllriðið fréttaflutningi og fjölmiðlum, eins og að ekkert annað hafi skipt neinum verulegu máli, en þetta hefur auðvitað gert fólk kvíðið, óöruggt og hrætt í stórum stíl. Hér má spyrja, hvaða máli skipta tölur um sóttkví og smit, dag eftir dag, þegar alla vega helmingur smitaðra veit ekki af sínum veikindum, og flestir hinna eru léttveikir, eða rétt eins og með flensu? Það eina, sem í raun skiptir máli, er tala veikra, þeirra, sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Hitt hefur litla eða enga þýðingu, og er til þess eins fallið, að skelfa eða jafnvel hræða líftóruna úr fólki. Eru allir, sem nú smitast, ungir, og tölur um innlagnir því ekki marktækar? Það er auðvitað til tölfræði um þá, sem virkilega veikjast og eru lagðir inn, sem þó eru ekki nema 13, í bili, og mun hún sýna, að margir eru um miðjan aldur. Hins vegar blasir sú staðreynd við, að eldri borgarar eru álíka mikið á ferðinni og í vor, sennilega minna verndaðir nú, en e.t.v varkárari sjálfir, án þess að fá smit eða veikjast alvarlega. Gott dæmi er um aldraða íbúa Eirs, 5 manns, sem allir smituðust án þess virkilega að veikjast, að mér skilst. Annað dæmi get ég nefnt úr mínu eigin umhverfi, þar sem rúmlega tvítug stúlka smitaðist, en heimsótti frænku sína og eiginmann, fólk á áttræðis aldri, daginn áður en hún veiktist, kjassaði þau og faðmaði, án þess, að þau smituðust. Móðir stúlkunnar, kona á sextugs aldri, en þær búa saman, smitaðist heldur ekki. Bráðsmitandi er veiran greinilega ekki um þessar mundir. Er það hlutverk sóttvarnalæknis að stýra landinu og þjóðfélaginu? Sóttvarnalæknir var ráðinn til að stjórna sóttvörnum landsmanna, en ekki öðru. Ráðherrar og ríkistjórn voru kjörin til að stjórna landinu. Í sambandi við COVID-19 virðist heilbrigðisráðherra nánast vera orðinn undirskriftarfulltrúi sóttvarnalæknis. Ekki er vitað til þess, að ráðaherra hafi gert annað en að árita minnisblöð sóttvarnalæknis og þar með breytt þeim í reglugerðir. Þetta eru auðvitað kolómöguleg vinnubrögð. Ráðherra og ríkisstjórn verða að skoða heildarmyndina, áður en þeir taka afstöðu, ekki aðeins einn vinkil málsins, af fjölmörgum, og þá allra sízt, ef vægi þess vinkils hefur snarminnkað. Grímunotkun jafnvel virkari en sóttkví Morgunblaðið átti viðtal við aðstoðarmann forstjóra Landspítalans 29. september, og var fyrirsögn fréttarinnar þessi: „Fólk með grímu komist hjá sóttkví“. Var því þar lýst, hvernig Landspítalinn beitti grímum og fjarlægðarreglum til að komast hjá að þurfa að beita sóttkví. „Grímunotkun getur forðað einstaklingum frá því að sæta sóttkví“, sagði aðstoðarmaðurinn. „Núna fara miklu færri heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví en í fyrri bylgju“, bætti hún við. Þetta er í samræmi við það, sem undirritaður upplifði í Þýzkalandi. Þar virtist gríman vera helzta vörnin, fyrir mann sjálfan og gagnvart öðrum, og var maður meðan hana fyrir vitunum eða í höndum, hvert sem maður fór. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þegar stjórnvöld ákváðu að breyta fyrirkomulagi við landamærasóttvarnir úr því að menn væru skimaðir við komu og yrðu svo að bíða niðurstöðu (í innan við sólarhring), í það, frá 19. ágúst, að komumenn yrðu fyrst að vera skimaðir, svo að fara í sóttkví í 5-6 daga, og loks aftur að vera skimaðir, þá virkaði það auðvitað eins og lokun landsins fyrir ferðamönnum. Það var ljóst, að enginn ferðamaður vildi koma hingað upp á þessi býti; að hanga í óvissu, einangrun og iðjuleysi í allt að viku. Sóttvarnayfirvöld, svo og ráðherra, vissu vitaskuld, að þessi ákvörðun og aðgerð jafngilti lokun landsins fyrir ferðamönnum, og, þá um leið, endanlegt rothögg á það, sem eftir lifði ferðaþjónustunnar og tengdrar starfsemi, en létu sig samt hafa það. Eins og ekkert annað kæmist að eða hefði þýðingu, en meintar COVID-sóttvarnir. Algjörlega misheppnuð aðgerð Þegar landamærum var lokað, voru hér 77 virk smit í gangi. Nú, 2. október, eru aðilar með virkt smit 562, eða sjö sinnum fleiri, þrátt fyrir lokun landmæranna, sem átti að draga úr smitum. Og, mönnum til mikillar undrunar, virðast þeir, sem að standa og ábyrgð bera, ekkert læra; berja bara höfðinu við steininn. Hvernig er fyrirkomulagið í Þýzkalandi? Eins og höfundur hefur greint frá, var hann í Þýzkalandi um skeið í síðasta mánuði. Þegar það var, upp úr miðjum september, var Þýzkaland opið gagnvart 25 öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, en þegnar allra þessara landa, sem voru vandlega valin, máttu koma þangað hindrunar- og skimunar-laust. Við val þessara landa fóru Þjóðverjar einfaldlega eftir smitastöðu og -þróun í hinum ýmsu löndum. Væri staðan svipuð eða skárri, en í Þýzkaland, var engin hindrun. Í millitíðinni, er Ísland komið á rauðan lista í Þýzkalandi, enda kvóti nýsmita hér næstum tífaldur á við það, sem þar er. Hvernig standa Svíar að sínum landamæravörnum? Svíar hafa verið með og eru með opin landmæri gagnvart öllum þjóðum ESB og EES, 31 þjóð, og eru þar engar hindranir eða skimanir í gangi. Og, hver er tíðni nýsmita þar, saman borið við það, sem hér er? 29. september var smitkvóti (nýsmit síðustu 14 daga á 100.000 íbúa) Svía 42,7, en hér var hann 138,7. Þetta þýðir, að fjöldi nýsmita hér - með lokuðum landamærum, en hjá Svíum voru þau galopin - var meira en þrisvar sinnum meiri, en hjá Svíum. Annað eins flopp. Og, hvað segir sóttvarnalæknir Svía? Sóttvarnarlæknir Svía, Anders Tegnell, sem átti Facebook samtal við Sigríði Andersen, nú 30. september, segir þetta um sóttvarnir á landamærum: „Þegar við höfum mikla útbreiðslu veirunnar innanlands, þá breytir það litlu, að fá nokkur smit frá útlöndum. Þannig, að við teljum það mikilvægara að tryggja góð samskipti við það fólk sem hingað kemur og gera þeim ljóst, hvaða reglur gilda í Svíþjóð. Þannig, að við grípum fólk snemma þegar það kemur hingað með smit. Okkur virðist að 5-10 prósent smitaðra í Svíþjóð sé fólk, sem kemur frá útlöndum. Við teljum það árangurríkari leið en að loka landamærum, enda hefur það aldrei virkað til lengri tíma“. Svo mörg voru þau orð sóttvarnalæknis Svíþjóðar, en þar eru nýsmit, sem sagt, aðeins þriðjungurinn af því, sem hér er. Veiran, nú í 2. bylgju, miklu veikari, en í þeirri fyrstu. Í 1. bylgu, marz-apríl, þurfti að leggja 7% þeirra, sem smituðust, inn á sjúkrahús. Nú, í þeirri seinni, ágúst-september, hefur aðeins þurft að leggja inn 2%. Af þeim 582, sem eru smitaðir, hefur um helmingur engin einkenni, skv. I.E., og megnið af hinum helmingnum er léttveikur eða eins og með haustflensu. Í 1. bylgju voru mest 42 sjúklingar í einu á sjúkrahúsi, og þá létust 10. Nú, í seinni bylgju, hafa mest verið 13 á sjúkrahúsi (af 582), og enginn hefur látizt. Ef að kúrva dánartíðni vegna COVID er skoðuð, er hún alls staðar í kringum okkur á hraðri niðurleið, eða komin niður undir núll. Í gær var hún núll í Svíþjóð, Danmörku og hér hjá okkur. Það er augljóst, að veira er orðin miklu veikari, nú í 2. bylgju, en hún var í vor, enda stendur ekkert náttúrulegt fyrirbrigði kjurrt eða í stað. Óttinn við mistök og það að missa tökin Af hverju viðurkenna stjórnvöld ekki, að veiran sé orðin miklu mildari og hættuminni? Annars vegar, hygg ég, að sóttvarna-læknir og ráðherra óttist, að gera mistök, séu þá hrædd um sitt eigið skinn, sem kannske má skilja, og, hins vegar, er sú hræðsla eflaust fyrir hendi, að, ef það er viðurkennt og staðfest, að veiran sé orðin miklu mildari, þá verði erfiðara að stjórna fólkinu; halda valdinu yfir því. Réttlætir þessi ótti yfirkeyrðar aðgerir? Þegar ég segi „yfirkeyrðar aðgerðir“, þá á það við um „lokun“ landamæranna en ekki aðgerðir og stjórnun mála hér innanlands, sem fyrir mér mættu þó meira vera í takt við það, sem var í sumar. Það eru 13 manns á sjúkrahúsi, þar af 2-3 á gjörgæzlu, kannske væru þessar tölur lítillega hærri, kannske 15 og 4 eða 5, ef landmærin hefðu verið opin, en, hvað er það á móti því, að Icelandair varð að segja upp 88 manns, nú um þessi mánaðamót, akkúrat vegna lokunar landamæranna 19. ágúst, bílaleigan Herz varð endanlega að leggja upp laupana og segja 66 manns upp, út af því sama, auk um 200 annarra starfsmanna, mest fyrirtækja í ferðaþjónustunni, sem endalgea misstu nú vinnuna!? Sennilega standa hér nú um 1.000 manns uppi, að fjölskyldumeðlimum meðtöldum, atvinnulausir, í tilfinningalegu uppnámi, kvíðnir og óöryggir með sína afkomu, sínar fjárhagslegu skuldbindingar og alla sína framtíð. Menn geta velt fyrir sér, hvort sú staða sé ekki á við, eða jafnvel miklu verri, en meðal flensa. Hræðsluáróður um heilbrigðiskrefið Það líður varla sá dagur, að starfsmenn heilbrigðiskerfanna mæti ekki í sjónvarpi eða öðrum fjölmiðlum til að lýsa því, oft all fjálglega, hversu allt sé þröng og erfitt í heilbrigðiskerfinu, og, að COVID kunni að setja það úr skorðum. En, hver er raunstaðan? Bara á Landspítalanum eru 627 sjúkrarúm (nóvember 2019), en þar af eru 14 til 20 gjörgæzlurúm, eftir þörfum, plús 5 görgæzlurúm á Akureyri, samtals 19 til 25. Og, hver er staða COVID-sjúklinga og álagið af þeim? Alls eru, eins og fram hefur komið, 13 á sjúkrahúsi nú og þar af 2-3 í gjörgæzlu. Fréttaflutningur sumra fjölmiðla yfirgengilegur Í langan tíma hefur COVID-19 og allar hörmungarnar og vandræðin í kringum þann vírus tröllriðið fréttaflutningi og fjölmiðlum, eins og að ekkert annað hafi skipt neinum verulegu máli, en þetta hefur auðvitað gert fólk kvíðið, óöruggt og hrætt í stórum stíl. Hér má spyrja, hvaða máli skipta tölur um sóttkví og smit, dag eftir dag, þegar alla vega helmingur smitaðra veit ekki af sínum veikindum, og flestir hinna eru léttveikir, eða rétt eins og með flensu? Það eina, sem í raun skiptir máli, er tala veikra, þeirra, sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Hitt hefur litla eða enga þýðingu, og er til þess eins fallið, að skelfa eða jafnvel hræða líftóruna úr fólki. Eru allir, sem nú smitast, ungir, og tölur um innlagnir því ekki marktækar? Það er auðvitað til tölfræði um þá, sem virkilega veikjast og eru lagðir inn, sem þó eru ekki nema 13, í bili, og mun hún sýna, að margir eru um miðjan aldur. Hins vegar blasir sú staðreynd við, að eldri borgarar eru álíka mikið á ferðinni og í vor, sennilega minna verndaðir nú, en e.t.v varkárari sjálfir, án þess að fá smit eða veikjast alvarlega. Gott dæmi er um aldraða íbúa Eirs, 5 manns, sem allir smituðust án þess virkilega að veikjast, að mér skilst. Annað dæmi get ég nefnt úr mínu eigin umhverfi, þar sem rúmlega tvítug stúlka smitaðist, en heimsótti frænku sína og eiginmann, fólk á áttræðis aldri, daginn áður en hún veiktist, kjassaði þau og faðmaði, án þess, að þau smituðust. Móðir stúlkunnar, kona á sextugs aldri, en þær búa saman, smitaðist heldur ekki. Bráðsmitandi er veiran greinilega ekki um þessar mundir. Er það hlutverk sóttvarnalæknis að stýra landinu og þjóðfélaginu? Sóttvarnalæknir var ráðinn til að stjórna sóttvörnum landsmanna, en ekki öðru. Ráðherrar og ríkistjórn voru kjörin til að stjórna landinu. Í sambandi við COVID-19 virðist heilbrigðisráðherra nánast vera orðinn undirskriftarfulltrúi sóttvarnalæknis. Ekki er vitað til þess, að ráðaherra hafi gert annað en að árita minnisblöð sóttvarnalæknis og þar með breytt þeim í reglugerðir. Þetta eru auðvitað kolómöguleg vinnubrögð. Ráðherra og ríkisstjórn verða að skoða heildarmyndina, áður en þeir taka afstöðu, ekki aðeins einn vinkil málsins, af fjölmörgum, og þá allra sízt, ef vægi þess vinkils hefur snarminnkað. Grímunotkun jafnvel virkari en sóttkví Morgunblaðið átti viðtal við aðstoðarmann forstjóra Landspítalans 29. september, og var fyrirsögn fréttarinnar þessi: „Fólk með grímu komist hjá sóttkví“. Var því þar lýst, hvernig Landspítalinn beitti grímum og fjarlægðarreglum til að komast hjá að þurfa að beita sóttkví. „Grímunotkun getur forðað einstaklingum frá því að sæta sóttkví“, sagði aðstoðarmaðurinn. „Núna fara miklu færri heilbrigðisstarfsmenn í sóttkví en í fyrri bylgju“, bætti hún við. Þetta er í samræmi við það, sem undirritaður upplifði í Þýzkalandi. Þar virtist gríman vera helzta vörnin, fyrir mann sjálfan og gagnvart öðrum, og var maður meðan hana fyrir vitunum eða í höndum, hvert sem maður fór. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun