Aldrei þessu vant verður rólegt um að litast á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag en engin bein útsending er á dagskrá í dag. Ástæðan fyrir því liggur líklega í augum uppi þar sem það er lítið að gerast í íþróttaheiminum í dag.
Ekki er spilað í Þjóðadeildinni í dag og þá hefur verið gert hlé á almennu íþróttahaldi hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Henry Birgir Gunnarsson og félagar í Seinni bylgjunni verða engu að síður á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport.
Á sama tíma verður GameTíví í gangi á Stöð 2 Esport þar sem farið verður yfir það helsta í heimi tölvuleikjanna.