Vilja varðskipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2020 14:32 Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns vilja að varpskipið Ægir hýsi safnið enda var það í lykilhlutverki í björgunaraðgerðunum eftir mannskæð snjóflóð 1995. Landhelgisgæslan Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni. Mbl greindi fyrst frá. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Eyþór var tíu ára þegar mannskæðu snjóflóðin skullu á árið 1995 og þá tók hann þátt í björgunaraðgerðunum í kjölfar snjóflóðanna nú í upphafi árs. Eyþór segir að hópurinn hafi í marga mánuði leitað að heppilegu húsnæði undir snjóflóðasafnið en án árangurs. „En þá kom þessi hugmynd að fá varðskipið Ægi vestur og undir þessa sýningu af því að skipið skipti gríðarlegu máli í öllum björgunaraðgerðum á Flateyri árið 1995 þegar snjóflóðið féll. Bæði flutti skipið á annað hundrað björgunarsveitarmenn vestur til Flateyrar og eins flutti það Flateyringa suður eftir flóðin.“ Eyþór segir að Landhelgisgæslan hafi tekið vel í hugmyndina og nú hafi hópurinn óskað eftir samtali við Ísafjarðarbæ um málið. Hugmyndin um að nýta varðskipið hefur getið af sér aðrar og fleiri spennandi hugmyndir. „Varðskipið myndi þá hýsa snjóflóðasýninguna. Hún yrði sett upp í þyrluskýlinu og fleiri stöðum innan skipsins og svo yrði restin af skipinu nýtt bæði fyrir gistiheimili og rosalega skemmtilegan veitingastað og margþætta menningarstarfsemi þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi þarna en með þessa snjóflóðasýningu í forgrunni sem leiðir þetta verkefni.“ Eyþór segir að hópurinn hafi undanfarið skoðað 50-60 fermetra hús til að hýsa safnið. „En nú erum við vonandi komin með þúsund tonna skip og það kallar á breytta nálgun. Það er auðvitað mjög dýrt að eiga og reka svona skip svo þarf að standa undir rekstrarkostnaði með öðrum leiðum en bara sýningum þannig að við erum að vinna þessa viðskiptaáætlun þannig að við sitjum ekki uppi með litla starfsemi en mikinn rekstrarkostnað.“ Gistimöguleikinn sé afar spennandi. „Varðskipið er búið 50 rúmum og 24 káetum. Það er ótrúlega spennandi að geta boðið upp á gistingu um borð í skipi á Íslandi. Ég veit ekki til þess að það sé starfrækt í dag, sem í rauninni ótrúlegt fyrir þessa fiskveiði-og vinnslu þjóð.“ Eyþór segir mikilvægt að gefa fólki innsýn inn í heim Flateyringa og inn í þá ógn sem snjóflóðin eru. Náttúruhamfarirnar sem hafa dunið yfir séu enn órjúfanlegur hluti af lífi íbúanna. „Þetta er bara partur af okkar tilvist. Snjóflóð eru náttúrulega mannskæðustu hamfarir Íslandssögunnar en það er hvergi hægt að fræðast um þau eða komast í fræðslunávist við þau þannig að við viljum kynna þessa náttúruvá sem margir Íslendingar búa við. Það er mikil eftirspurn eftir upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega á Flateyri sem er þekkt snjóflóðaþorp enda höfum við lent í ansi miklum áföllum þeim tengdum og skiljanlegt að ferðamenn og aðrir vilji fræðast um þau. […] En með þessu safni getum við vonandi gefið þeim innsýn inn í okkar heim.“ Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðunum sem féllu í bænum. Unglingsstúlka varð fyrir flóðinu en björgunarsveitarmenn voru fljótir til að koma henni til bjargar.Vísir/Egill Í janúar beið þjóðin á milli vonar og ótta þegar fréttir tóku að spyrjast út um að unglingsstúlka hefði orðið fyrir flóðinu og væri föst inni í herberginu sínu grafin undir snjó. Eyþór var á meðal þeirra fyrstu sem mættu á vettvang til að bjarga stúlkunni. „Mjög furðulegt að vera staddur inn í húsi sem var fullt af snjó og vera með týnda stelpu einhver staðar þar hjá sér.“ Björgunaraðgerðir gengu vonum framar en fréttastofa ræddi við stúlkuna, Ölmu Sóleyju Ericsdóttur og móður hennar skömmu eftir flóðið. Sjá nánar: Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörum. Eyþór segir að flóðið í upphafi árs og björgunaraðgerðirnar hafi sett flóðið árið 1995 í annað samhengi fyrir hann persónulega. Tuttugu manns létu lífið. „Nú skilur maður betur það sem maður skildi ekki þegar maður var tíu ára.“ Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Söfn Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þetta eru aðgerðirnar sem ráðast á í vegna fárviðris og snjóflóða Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035. 28. febrúar 2020 09:21 Skipa starfshóp til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Flateyri Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum. 24. janúar 2020 16:03 Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milliveggi Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. 17. janúar 2020 17:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni. Mbl greindi fyrst frá. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Eyþór var tíu ára þegar mannskæðu snjóflóðin skullu á árið 1995 og þá tók hann þátt í björgunaraðgerðunum í kjölfar snjóflóðanna nú í upphafi árs. Eyþór segir að hópurinn hafi í marga mánuði leitað að heppilegu húsnæði undir snjóflóðasafnið en án árangurs. „En þá kom þessi hugmynd að fá varðskipið Ægi vestur og undir þessa sýningu af því að skipið skipti gríðarlegu máli í öllum björgunaraðgerðum á Flateyri árið 1995 þegar snjóflóðið féll. Bæði flutti skipið á annað hundrað björgunarsveitarmenn vestur til Flateyrar og eins flutti það Flateyringa suður eftir flóðin.“ Eyþór segir að Landhelgisgæslan hafi tekið vel í hugmyndina og nú hafi hópurinn óskað eftir samtali við Ísafjarðarbæ um málið. Hugmyndin um að nýta varðskipið hefur getið af sér aðrar og fleiri spennandi hugmyndir. „Varðskipið myndi þá hýsa snjóflóðasýninguna. Hún yrði sett upp í þyrluskýlinu og fleiri stöðum innan skipsins og svo yrði restin af skipinu nýtt bæði fyrir gistiheimili og rosalega skemmtilegan veitingastað og margþætta menningarstarfsemi þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi þarna en með þessa snjóflóðasýningu í forgrunni sem leiðir þetta verkefni.“ Eyþór segir að hópurinn hafi undanfarið skoðað 50-60 fermetra hús til að hýsa safnið. „En nú erum við vonandi komin með þúsund tonna skip og það kallar á breytta nálgun. Það er auðvitað mjög dýrt að eiga og reka svona skip svo þarf að standa undir rekstrarkostnaði með öðrum leiðum en bara sýningum þannig að við erum að vinna þessa viðskiptaáætlun þannig að við sitjum ekki uppi með litla starfsemi en mikinn rekstrarkostnað.“ Gistimöguleikinn sé afar spennandi. „Varðskipið er búið 50 rúmum og 24 káetum. Það er ótrúlega spennandi að geta boðið upp á gistingu um borð í skipi á Íslandi. Ég veit ekki til þess að það sé starfrækt í dag, sem í rauninni ótrúlegt fyrir þessa fiskveiði-og vinnslu þjóð.“ Eyþór segir mikilvægt að gefa fólki innsýn inn í heim Flateyringa og inn í þá ógn sem snjóflóðin eru. Náttúruhamfarirnar sem hafa dunið yfir séu enn órjúfanlegur hluti af lífi íbúanna. „Þetta er bara partur af okkar tilvist. Snjóflóð eru náttúrulega mannskæðustu hamfarir Íslandssögunnar en það er hvergi hægt að fræðast um þau eða komast í fræðslunávist við þau þannig að við viljum kynna þessa náttúruvá sem margir Íslendingar búa við. Það er mikil eftirspurn eftir upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega á Flateyri sem er þekkt snjóflóðaþorp enda höfum við lent í ansi miklum áföllum þeim tengdum og skiljanlegt að ferðamenn og aðrir vilji fræðast um þau. […] En með þessu safni getum við vonandi gefið þeim innsýn inn í okkar heim.“ Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðunum sem féllu í bænum. Unglingsstúlka varð fyrir flóðinu en björgunarsveitarmenn voru fljótir til að koma henni til bjargar.Vísir/Egill Í janúar beið þjóðin á milli vonar og ótta þegar fréttir tóku að spyrjast út um að unglingsstúlka hefði orðið fyrir flóðinu og væri föst inni í herberginu sínu grafin undir snjó. Eyþór var á meðal þeirra fyrstu sem mættu á vettvang til að bjarga stúlkunni. „Mjög furðulegt að vera staddur inn í húsi sem var fullt af snjó og vera með týnda stelpu einhver staðar þar hjá sér.“ Björgunaraðgerðir gengu vonum framar en fréttastofa ræddi við stúlkuna, Ölmu Sóleyju Ericsdóttur og móður hennar skömmu eftir flóðið. Sjá nánar: Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörum. Eyþór segir að flóðið í upphafi árs og björgunaraðgerðirnar hafi sett flóðið árið 1995 í annað samhengi fyrir hann persónulega. Tuttugu manns létu lífið. „Nú skilur maður betur það sem maður skildi ekki þegar maður var tíu ára.“
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Söfn Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þetta eru aðgerðirnar sem ráðast á í vegna fárviðris og snjóflóða Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035. 28. febrúar 2020 09:21 Skipa starfshóp til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Flateyri Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum. 24. janúar 2020 16:03 Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milliveggi Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. 17. janúar 2020 17:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þetta eru aðgerðirnar sem ráðast á í vegna fárviðris og snjóflóða Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035. 28. febrúar 2020 09:21
Skipa starfshóp til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Flateyri Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum. 24. janúar 2020 16:03
Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milliveggi Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. 17. janúar 2020 17:00