Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 09:24 Rudy Giuliani, hefur átt nokkra fundi með aðilum sem leyniþjónustur Bandaríkjanna segja vera útsendara Rússa. AP/Jacqueline Larma Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. Þetta var eftir að Giuliani ferðaðist til Úkraínu í desember í fyrra, þar sem hann var að reyna að komast á snoðir um meinta spillingu Joes Biden, fyrrverandi varaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, og sonar hans Hunters Biden. Í þeirri ferð átti Giuliani meðal annars í samskiptum við Andríj Derkatsj, úkraínskan þingmann, sem leyniþjónustur Bandaríkjanna staðhæfa að sé útsendari. Hann átti víst einnig í samskiptum við aðra aðila sem taldir eru tengjast leyniþjónustum Rússlands. Fjórir heimildarmenn Washington Post segja að Giuliani hafi ekki verið sjálfur undir eftirliti en þess í stað hafi hann átt í samskiptum við aðila sem voru undir eftirliti og því hafi leyniþjónustur Bandaríkjanna komið höndum yfir samskipti hans við nokkra af þessum aðilum. „Svona er Rudy“ Robert O’Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, brást við þessum viðvörunum með því að fara á fund forsetans og vara hann við því að taka mikið mark á þeim upplýsingum sem Giuliani kæmi með frá Úkraínu. Á þeim tíma var Trump sjálfur undir þrýstingi vegna tilrauna hans til að þrýsta á Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að yfirvöld þar í landi rannsökuðu meinta spillingu Biden. Hann var seinna ákærður fyrir embættisbrot af þinginu vegna þess þrýstings. Einn heimildarmanna Washington Post segir að Trump hafi ekki tekið mark á viðvörunum O'Brien, yppt öxlum og sagt: „Svona er Rudy“. Ekki í fyrsta sinn Þetta var ekki í fyrsta sinn sem leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því að Giuliani ætti í samskiptum við aðila sem taldir voru tengjast leyniþjónustum Rússlands. Rudy var á höttunum eftir upplýsingum eins og þeim sem fjallað var um í umdeildri frétt New York Post á dögunum. Í frétt blaðsins segir að hún byggi á gögnum úr fartölvu sem á að hafa verið í eigu Hunter Biden en það voru þeir Giuliani og Stephen K. Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump, sem útveguðu NYP gögnin. Í henni er vitnað í tölvupóst frá árinu 2015 sem á að vera frá Hunter Biden, syni forsetaframbjóðandans, og blaðið segir sýna fram á að hafi kynnti úkraínskan stjórnanda orkufyrirtækis fyrir föður sínum þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna. Þetta heldur blaðið fram að rengi fullyrðingar Biden um að hann hafi aldrei rætt við son sinn um umsvif hans í Úkraínu á þeim tíma sem varaforsetinn rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópulandinu. Framboð Biden segir að enginn slíkur fundur hafi átt sér stað. Starfsmenn Facebook og Twitter drógu úr dreifingu fréttarinnar á samfélagsmiðlum fyrirtækjanna og var vísað til þess að verið væri að dreifa efni sem fengið væri úr tölvuinnbrotum. Engar vísbendingar um spillingu Biden Hér er vert að taka fram að engar sannanir hafa litið dagsins ljós um að Joe Biden hafi gert nokkuð rangt eða ólöglegt í tengslum við störf hans og Úkraínu. Samsæriskenningar þessar snúast um það að Biden hafi þrýst á stjórnvöld í Úkraínu um að víkja saksóknaranum Viktor Shokin úr embætti. Ef það yrði ekki gert, myndi ríkisstjórn Obama ekki styðja Úkraínu, sem var þá og er enn í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem þeir styðja, lengur. Joe Biden ræddi þetta á fundi í fyrra og stærði sig af því að ráðamenn í Úkraínu hafi svo rekið Shokin. Russia Today, fjölmiðill í eigu stjórnvalda Rússlands, dreifði myndbandi af ummælum Biden og hefur því verið haldið fram að þetta sé til marks um spillingu Biden því Shokin hafi verið að rannsaka úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Hunter Biden var þá í stjórn þess fyrirtækis. Engar sannanir hafa litið dagsins ljós um að Joe Biden hafi gert nokkuð rangt eða ólöglegt í tengslum við störf hans og Úkraínu.AP/Carolyn Kaster Hið rétta er þó að Biden þrýsti á Úkraínumenn til að reka Shokin, því saksóknarinn þótti ekki ganga nógu hart fram gegn spillingu í Úkraínu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra bakhjarla Úkraínu á þeim tíma, kröfðust þess einnig að Shokin, sem var í rauninni ekki að rannsaka spillingu í Burisma, yrði vikið úr starfi. Þar að auki var það ekki ákvörðun Biden að þrýsta á Úkraínumenn. Hann var sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og var að framfylgja utanríkisstefnu hans. Þetta hefur ítrekað verið bent á og bæði yfirvöld í Úkraínu og þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa rannsakað ásakanirnar gegn Joe Biden. Í báðum þeim rannsóknum fundust engar sannanir fyrir spillingu, þó gagnrýndi heimavarnanefnd öldungadeildarinnar Hunter Biden fyrir að notfæra sér nafn sitt og föður sinn til að ná ábatasömum viðskiptasamningum. Giuliani bauð Derkatsj til Bandaríkjanna Í smáskilaboðum til blaðamanns Washington Post sagðist Giuliani að hann hefði ekki vitað að Derkatsj væri í tengslum við Leyniþjónustu Rússlands. Hann sagði þar að auki að þingmaðurinn hefði ekki veitt honum það miklar upplýsingar. Þrátt fyrir það bauð Giuliani Derkatsj til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs og tók viðtal við hann í hlaðvarpi sínu. Þar sakaði Derkatsj Biden feðgana um spillingu og Giuliani sagði hann hafa verið mjög hjálpsaman. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna beitti Derkatsj refsiaðgerðum í september, fyrir herferð hans gegn Joe Biden og lýsti ráðuneytið þingmanninum þá sem „útsendara leyniþjónusta Rússlands í rúman áratug“. Í ágúst sagði skrifstofa yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum að Derkatsj væri aðili að áróðursherferð yfirvalda í Rússlandi gegn Joe Biden og það væri liður í afskiptum Rússa af forsetakosningunum í ár. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Trump sýknaður af ákærum um embættisbrot Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. 5. febrúar 2020 21:30 Úkraína biður FBI um aðstoð við rannsókn á tölvuinnbroti Innbrot hakkara rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi gasfyrirtækisins Burisma og mögulegt ólöglegt eftirlit með sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði eru til rannsóknar í Úkraínu. 16. janúar 2020 14:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. Þetta var eftir að Giuliani ferðaðist til Úkraínu í desember í fyrra, þar sem hann var að reyna að komast á snoðir um meinta spillingu Joes Biden, fyrrverandi varaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, og sonar hans Hunters Biden. Í þeirri ferð átti Giuliani meðal annars í samskiptum við Andríj Derkatsj, úkraínskan þingmann, sem leyniþjónustur Bandaríkjanna staðhæfa að sé útsendari. Hann átti víst einnig í samskiptum við aðra aðila sem taldir eru tengjast leyniþjónustum Rússlands. Fjórir heimildarmenn Washington Post segja að Giuliani hafi ekki verið sjálfur undir eftirliti en þess í stað hafi hann átt í samskiptum við aðila sem voru undir eftirliti og því hafi leyniþjónustur Bandaríkjanna komið höndum yfir samskipti hans við nokkra af þessum aðilum. „Svona er Rudy“ Robert O’Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, brást við þessum viðvörunum með því að fara á fund forsetans og vara hann við því að taka mikið mark á þeim upplýsingum sem Giuliani kæmi með frá Úkraínu. Á þeim tíma var Trump sjálfur undir þrýstingi vegna tilrauna hans til að þrýsta á Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að yfirvöld þar í landi rannsökuðu meinta spillingu Biden. Hann var seinna ákærður fyrir embættisbrot af þinginu vegna þess þrýstings. Einn heimildarmanna Washington Post segir að Trump hafi ekki tekið mark á viðvörunum O'Brien, yppt öxlum og sagt: „Svona er Rudy“. Ekki í fyrsta sinn Þetta var ekki í fyrsta sinn sem leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því að Giuliani ætti í samskiptum við aðila sem taldir voru tengjast leyniþjónustum Rússlands. Rudy var á höttunum eftir upplýsingum eins og þeim sem fjallað var um í umdeildri frétt New York Post á dögunum. Í frétt blaðsins segir að hún byggi á gögnum úr fartölvu sem á að hafa verið í eigu Hunter Biden en það voru þeir Giuliani og Stephen K. Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump, sem útveguðu NYP gögnin. Í henni er vitnað í tölvupóst frá árinu 2015 sem á að vera frá Hunter Biden, syni forsetaframbjóðandans, og blaðið segir sýna fram á að hafi kynnti úkraínskan stjórnanda orkufyrirtækis fyrir föður sínum þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna. Þetta heldur blaðið fram að rengi fullyrðingar Biden um að hann hafi aldrei rætt við son sinn um umsvif hans í Úkraínu á þeim tíma sem varaforsetinn rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópulandinu. Framboð Biden segir að enginn slíkur fundur hafi átt sér stað. Starfsmenn Facebook og Twitter drógu úr dreifingu fréttarinnar á samfélagsmiðlum fyrirtækjanna og var vísað til þess að verið væri að dreifa efni sem fengið væri úr tölvuinnbrotum. Engar vísbendingar um spillingu Biden Hér er vert að taka fram að engar sannanir hafa litið dagsins ljós um að Joe Biden hafi gert nokkuð rangt eða ólöglegt í tengslum við störf hans og Úkraínu. Samsæriskenningar þessar snúast um það að Biden hafi þrýst á stjórnvöld í Úkraínu um að víkja saksóknaranum Viktor Shokin úr embætti. Ef það yrði ekki gert, myndi ríkisstjórn Obama ekki styðja Úkraínu, sem var þá og er enn í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem þeir styðja, lengur. Joe Biden ræddi þetta á fundi í fyrra og stærði sig af því að ráðamenn í Úkraínu hafi svo rekið Shokin. Russia Today, fjölmiðill í eigu stjórnvalda Rússlands, dreifði myndbandi af ummælum Biden og hefur því verið haldið fram að þetta sé til marks um spillingu Biden því Shokin hafi verið að rannsaka úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Hunter Biden var þá í stjórn þess fyrirtækis. Engar sannanir hafa litið dagsins ljós um að Joe Biden hafi gert nokkuð rangt eða ólöglegt í tengslum við störf hans og Úkraínu.AP/Carolyn Kaster Hið rétta er þó að Biden þrýsti á Úkraínumenn til að reka Shokin, því saksóknarinn þótti ekki ganga nógu hart fram gegn spillingu í Úkraínu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra bakhjarla Úkraínu á þeim tíma, kröfðust þess einnig að Shokin, sem var í rauninni ekki að rannsaka spillingu í Burisma, yrði vikið úr starfi. Þar að auki var það ekki ákvörðun Biden að þrýsta á Úkraínumenn. Hann var sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og var að framfylgja utanríkisstefnu hans. Þetta hefur ítrekað verið bent á og bæði yfirvöld í Úkraínu og þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa rannsakað ásakanirnar gegn Joe Biden. Í báðum þeim rannsóknum fundust engar sannanir fyrir spillingu, þó gagnrýndi heimavarnanefnd öldungadeildarinnar Hunter Biden fyrir að notfæra sér nafn sitt og föður sinn til að ná ábatasömum viðskiptasamningum. Giuliani bauð Derkatsj til Bandaríkjanna Í smáskilaboðum til blaðamanns Washington Post sagðist Giuliani að hann hefði ekki vitað að Derkatsj væri í tengslum við Leyniþjónustu Rússlands. Hann sagði þar að auki að þingmaðurinn hefði ekki veitt honum það miklar upplýsingar. Þrátt fyrir það bauð Giuliani Derkatsj til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs og tók viðtal við hann í hlaðvarpi sínu. Þar sakaði Derkatsj Biden feðgana um spillingu og Giuliani sagði hann hafa verið mjög hjálpsaman. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna beitti Derkatsj refsiaðgerðum í september, fyrir herferð hans gegn Joe Biden og lýsti ráðuneytið þingmanninum þá sem „útsendara leyniþjónusta Rússlands í rúman áratug“. Í ágúst sagði skrifstofa yfirmanns leyniþjónustumála í Bandaríkjunum að Derkatsj væri aðili að áróðursherferð yfirvalda í Rússlandi gegn Joe Biden og það væri liður í afskiptum Rússa af forsetakosningunum í ár.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Trump sýknaður af ákærum um embættisbrot Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. 5. febrúar 2020 21:30 Úkraína biður FBI um aðstoð við rannsókn á tölvuinnbroti Innbrot hakkara rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi gasfyrirtækisins Burisma og mögulegt ólöglegt eftirlit með sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði eru til rannsóknar í Úkraínu. 16. janúar 2020 14:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30
Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15
Trump sýknaður af ákærum um embættisbrot Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. 5. febrúar 2020 21:30
Úkraína biður FBI um aðstoð við rannsókn á tölvuinnbroti Innbrot hakkara rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi gasfyrirtækisins Burisma og mögulegt ólöglegt eftirlit með sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði eru til rannsóknar í Úkraínu. 16. janúar 2020 14:00