„Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 20:02 Helga Baldvins Bjargardóttir var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Rúmlega 40 þúsund manns, sem er yfir 10% þjóðarinnar, hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að afgreiða breytingar á stjórnarskránni en til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar í vikunni. Helga Baldvins Bjargardóttir, sem er ein þeirra sem staðið hefur að undirskriftasöfnuninni, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Við erum að skora á Alþingi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og það er mjög táknrænt að afhenda undirskriftalistann á þriðjudaginn þegar það er átta ára afmæli þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Helga en undirskriftasöfnuninni líkur á morgun. „Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar,“ segir Helga. Hún segir áskorunina kveða á um að Alþingi afgreiði tillögur um heildstæðar breytingar á stjórnarskránni í takt við þær sem lagt hafi verið upp með í tillögum stjórnlagaráðs sem greidd voru atkvæði um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, frekar en að farin verði sú leið sem nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum um breytingar í nokkrum áföngum. „Þetta er erfið staða sem uppi er á þingi, það er mikil andstaða og það eru sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir þessum samfélagssáttmála eins og þjóðin skrifaði hann. Þannig í það minnsta væri hægt að samþykkja breytingar á því hvernig við breytum stjórnarskránni til samræmis við nýju stjórnarskrána,“ segir Helga. Vísar hún þar til breytinga sem myndu fela í sér að aðeins þurfi eitt þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar sem síðan þyrfti að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðspurð segist hún skilja ótta þeirra sem ekki séu reiðubúnir til að taka upp nýja stjórnarskrá í heilu lagi eins og hún leggur sig. „Það er rosaleg íhaldssemi. Lögfræðin sem fræðigrein er bara íhaldsöm í sjálfu sér þannig ég skil þetta fullkomlega. En við höfum alveg fordæmi þess að fólk hafi sett sér eigin stjórnarskrá og skrifað samfélagssáttmála frá upphafi. Og það var alltaf ætlunin, alveg frá 1944. Í hruninu hafi fólk vaknað til vitundar að mati Helgu. „Við erum að byggja á einhverjum kolröngum gildum og það sem að mér finnst fallegast og dýrmætast við þessa nýju stjórnarskrá eru þessi grunngildi sem að hún byggir á. Þetta eru heildarhagsmunir,“ segir Helga. Þáttarstjórnandi benti á að stjórnarskráin væri eins konar grundvallarplagg sem hafi í gegnum tíðina þegar verið breytt nokkrum sinnum, meðal annars hafi verið gerðar breytingar á mannréttindakafla, og spurði Helgu hvað hún teldi vanta uppá. Helga nefndi sem dæmi að enn mætti gera betur hvað varðar mannréttinda- og jafnréttiskafla, til að mynda vanti fötlun inn í upptalningu í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þáttarstjórnandi sótti hart að Helgu um að svara því hvers vegna hún teldi ekki duga til að gera úrbætur á almennum lögum, til dæmis hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, í stað þess að bæta orði í upptalningu stjórnarskrárinnar. Þótt mannréttindakafli stjórnarskrárinnar nú innihaldi ekki tæmandi lista yfir alla þá hópa sem hún eigi að verja, eigi hún engu að síðurað ná yfir allt fólk. „Það er verkefni löggjafans og við eigum mikið verk eftir óunnið og það er held ég okkur oft bara til trafala að við séum svona framarlega í jafnrétti að við erum ekki nógu dugleg að endurskoða og líta í eigin barm með hvað það er mikill vegur óunnið fyrir alls konar jaðarsett fólk. En það er líka mjög mikilvægt að í samfélagssáttmálanum að hann sé heildstæður. Tillögur stjórnlagaráðs hafi að hennar mati gert þennan samfélagssáttmála að heildstæðri einingu. „Það sem við erum að biðja um og kalla eftir að stjórnvöld geri er að fara með þetta sem einingu og taki við þessu sem einingu og vinni með hana. Þetta er ekkert fullkominn texti, ekki frekar en neitt sem að mannfólkið gerir en vinnum með hann sem einingu,“ svaraði Helga. Stjórnarskrá Víglínan Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Rúmlega 40 þúsund manns, sem er yfir 10% þjóðarinnar, hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að afgreiða breytingar á stjórnarskránni en til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar í vikunni. Helga Baldvins Bjargardóttir, sem er ein þeirra sem staðið hefur að undirskriftasöfnuninni, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Við erum að skora á Alþingi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og það er mjög táknrænt að afhenda undirskriftalistann á þriðjudaginn þegar það er átta ára afmæli þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Helga en undirskriftasöfnuninni líkur á morgun. „Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar,“ segir Helga. Hún segir áskorunina kveða á um að Alþingi afgreiði tillögur um heildstæðar breytingar á stjórnarskránni í takt við þær sem lagt hafi verið upp með í tillögum stjórnlagaráðs sem greidd voru atkvæði um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, frekar en að farin verði sú leið sem nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum um breytingar í nokkrum áföngum. „Þetta er erfið staða sem uppi er á þingi, það er mikil andstaða og það eru sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir þessum samfélagssáttmála eins og þjóðin skrifaði hann. Þannig í það minnsta væri hægt að samþykkja breytingar á því hvernig við breytum stjórnarskránni til samræmis við nýju stjórnarskrána,“ segir Helga. Vísar hún þar til breytinga sem myndu fela í sér að aðeins þurfi eitt þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar sem síðan þyrfti að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðspurð segist hún skilja ótta þeirra sem ekki séu reiðubúnir til að taka upp nýja stjórnarskrá í heilu lagi eins og hún leggur sig. „Það er rosaleg íhaldssemi. Lögfræðin sem fræðigrein er bara íhaldsöm í sjálfu sér þannig ég skil þetta fullkomlega. En við höfum alveg fordæmi þess að fólk hafi sett sér eigin stjórnarskrá og skrifað samfélagssáttmála frá upphafi. Og það var alltaf ætlunin, alveg frá 1944. Í hruninu hafi fólk vaknað til vitundar að mati Helgu. „Við erum að byggja á einhverjum kolröngum gildum og það sem að mér finnst fallegast og dýrmætast við þessa nýju stjórnarskrá eru þessi grunngildi sem að hún byggir á. Þetta eru heildarhagsmunir,“ segir Helga. Þáttarstjórnandi benti á að stjórnarskráin væri eins konar grundvallarplagg sem hafi í gegnum tíðina þegar verið breytt nokkrum sinnum, meðal annars hafi verið gerðar breytingar á mannréttindakafla, og spurði Helgu hvað hún teldi vanta uppá. Helga nefndi sem dæmi að enn mætti gera betur hvað varðar mannréttinda- og jafnréttiskafla, til að mynda vanti fötlun inn í upptalningu í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þáttarstjórnandi sótti hart að Helgu um að svara því hvers vegna hún teldi ekki duga til að gera úrbætur á almennum lögum, til dæmis hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, í stað þess að bæta orði í upptalningu stjórnarskrárinnar. Þótt mannréttindakafli stjórnarskrárinnar nú innihaldi ekki tæmandi lista yfir alla þá hópa sem hún eigi að verja, eigi hún engu að síðurað ná yfir allt fólk. „Það er verkefni löggjafans og við eigum mikið verk eftir óunnið og það er held ég okkur oft bara til trafala að við séum svona framarlega í jafnrétti að við erum ekki nógu dugleg að endurskoða og líta í eigin barm með hvað það er mikill vegur óunnið fyrir alls konar jaðarsett fólk. En það er líka mjög mikilvægt að í samfélagssáttmálanum að hann sé heildstæður. Tillögur stjórnlagaráðs hafi að hennar mati gert þennan samfélagssáttmála að heildstæðri einingu. „Það sem við erum að biðja um og kalla eftir að stjórnvöld geri er að fara með þetta sem einingu og taki við þessu sem einingu og vinni með hana. Þetta er ekkert fullkominn texti, ekki frekar en neitt sem að mannfólkið gerir en vinnum með hann sem einingu,“ svaraði Helga.
Stjórnarskrá Víglínan Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira