Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 20:42 Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag. Breikkun úr tveimur akreinum í fjórar er á lokametrunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57